mánudagur, 30. júní 2008

Köben, Berlín, Seltjarnarnes... nei, ég meina Snæfellsnes.

Þegar fólk sækir um vinnu eða skráir sig í eitthvað félagsstarf þá er það yfirleitt spurt um áhugamál og oftar en ekki skrifar það "Ferðalög" í þann dálk ásamt kannski "Tónlist, kvikmyndir, hitta vinina". Eins skemmtilegt og það er þá sameinuðum við allt þetta síðustu tvær vikurnar.

Köben og Berlín eru eins og þær eru alltaf, svakalega ljúfar og propfullar af menningu og lífi. Og vegna þess að enginn kemst utan vegna kreppu þá ætla ég ekkert frekar útí þá sálma.

Núna um helgina nutum við hinsvegar íslenskrar menningar. Fórum að sjá tvær íslenskar bíómyndir, Heiðina og Kjötborg. Hvor um sig mjög áhugaverð en ég var mun hrifnari af Kjötborg þar sem ég styð alla kaupmenn á hornum.
Litum svo við á Náttúrutónleikum, hlustuðum samt bara á Björk. Þar byrjaði náttúran að trufla mig með frjóofnæminu skemmtilega.

Sunnudagurinn fór svo í að skoða gjörsamlega nýjan stað fyrir mér, Snæfellsnesið. Þar hef ég aldrei komið áður svo ég muni. Glæsilegur landshluti og svo hef ég líka heyrt því fleygt að þar sé að finna allar íslenskar bergtegundir.
Fórum með Agli og Hildi þangað og fiskisúpa, djúpalónsperlur, tjill við Dritvík og hamborgari á Hótel Hellissandi yfir úrslitum EM í knattspyrnu er það sem stendur uppúr í þessum yndislega dagstúr um nesið.
Svo má þar að auki benda á Skallagrímsgarð, flottan lystigarð í Borgarnesi sem að Egill sýndi okkur.

Frábært sumarfrí og þakkir til allra sem komu að því!

Uppfærsla: Og já... nýjar myndir á www.thoriringvarsson.com