sunnudagur, 16. nóvember 2008

Menning

Ég hvet alla til að kíkja í Listasafn ASÍ fyrir 23. nóvember nk. til þess að sjá yfirlitssýningu yfir verk Gylfa Gíslasonar heitins. Frábær sýning!

(Myndskreyting eftir Gylfa Gíslason sem prýðir forsíðu Þjóðviljans þann 10. desember árið 1978. Smellið á myndina til að stækka hana)


Einnig mæli ég sterklega með því að kíkja í Sundhöll Reykjavíkur snemma á sunnudagsmorgni. Ég held að fátt gefi manni meiri kraft til þess að nýta daginn.

sunnudagur, 9. nóvember 2008

sunnudagur, 2. nóvember 2008

Nú líður mér betur...

af því að við eigum one-way ticket til Kaupmannahafnar. Við flytjum þangað 14. des.

Helgin fór í það að vera fárveikur og á meðan að skrifa gríðar skemmtilega heimildaritgerð um Aristóteles. Hóstaköst, hitasveiflur og snýtingar passa ekki vel við heimildaleit, ritgerðarskrif og tímaþröng. Náði þó að skila ca. 25 mín. áður en fresturinn rann út.