fimmtudagur, 29. maí 2008

Hamingjan er...

Ég held því fram að hamingjan sé fólgin í því að eiga ónotaðan flugmiða og hamingjukúrvan fer bara uppávið eftir því sem styttist í brottför (sjá "Graf 1").

Graf 1.

Því má segja að við Júlía höfum verið að fjárfesta í fyrradag þegar við pöntuðum far til Kaupmannahafnar. Við fljúgum frá KEF til CPH þann 13. júní og ætlum að tjilla í Køben í ca. viku. Svo ætlum við að skjótast með lest til Berlínar að æfa okkur í þýskunni og heimsækja Rut, Stebba og Úlf í leiðinni. Komum heim þann 24.

Svo er líklega best að kaupa sér annan miða áður en maður leggur af stað í þessa ferð til þess að viðhalda hamingjunni (sjá "Graf 2").

Graf 2.

Heyrumst...

miðvikudagur, 28. maí 2008

Arbejd, arbejd...

Jæja... enn einum 7:30-20:30 vinnudeginum lokið. Sæji það fyrir mér í dönsku þjóðfélagi.
Svo heyrði ég þessa skítugu setningu útundan mér rétt áður en ég steig útúr yðrum tölvuskáps sem ég er að tengja.
"Einn brandara svona í lokin, þá getur dagurinn klárast. Hann má vera um útlendinga!"
Eru allir Íslendingar að breytast í asna eða eru það bara verkamenn?

Við eyddum síðustu tveimur helgum í heimsóknir á Sauðárkrók og Flateyri. Góð bæjarfélög það og mjög ljúft að kíkja á stemmninguna þar. Takk fyrir okkur Gógó, Pétur, Margrét og Bergljót á Króknum og allir á Flateyri.

Svo er 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar um helgina. Dagskráin (sem er sko ekki af verri endanum) hefst á morgun og stendur fram á sunnudagskvöld svo endilega kíkið við. Ef þið komið að tómu húsi þá bara hringið þið því ég held að við förum ekkert út fyrir bæjarmörkin um helgina.

Sjáumst.

sunnudagur, 11. maí 2008

Sunnudagur

Ég fór í Kolaportið um daginn og rakst á þetta póstkort.


Frekar skemmtilegt að myndin er tekin af honum Birni Inga tengdapabba og stelpan sem situr fyrir er Júlía.

Eru ekki allir hressir annars?

sunnudagur, 4. maí 2008

Stolt og grams.

Ég er ótrúlega stoltur af hundinum okkar, henni Perlu (Tunnan fyrir þá sem þekkja hana undir því dulnefni). Nú hefur hún alla sína hundatíð farið með M&P í vinnuna hjá Í Réttum Ramma og lagt sitt af mörkum. En fyrir u.þ.b. ári skipti Perla um vinnustað.
Frá síðasta sumri hefur hún mætt til vinnu einu húsi frá gamla vinnustaðnum, þ.e.a.s. hjá Tæknivörum, mætir þar samviskusamlega klukkan 9:00 á morgnana og skokkar svo yfir til M&P nokkrum mínútum fyrir fimm til að fá far heim með þeim.
Ég dáist að þessu framtaki hennar.

Annars hef ég lítið gert um helgina. Var aðeins að gramsa í gömlum myndum og fann þessar hérna:

Siggi T og Óli Jóns á Valmuevej.

Langaði í tilefni af því að þakka ykkur strákunum fyrir frábæra sambúð í Danmörku á síðastliðnum árum. Góðar minningar þaðan.

Tschüss