fimmtudagur, 23. apríl 2009

Sumardagurinn fyrsti

Jæja, þá sumarið loksins komið, eftir langa bið. Tillykke með það. Við hjónin ætlum að halda uppá það með því að læra bæði heima fyrripartinn og fara svo á fyrirlestur um franska kvikmyndaiðnaðinn eftir hádegi. Rosa stuð.

Skólinn er búinn að vera heldur rólegur síðustu vikurnar. Rétt fyrir páska vorum við að búa til Købmandsavis. Eyddi nokkrum dögum í að taka myndir af ávöxtum, dósamat og snakkpokum.
Í síðustu viku kíkti bekkurinn í Frederiksborg Slot á sýningu á portrettmyndum breska ljósmyndarans Cecil Beaton. Og sitthvorum megin við helgina sem leið höfum við verið að læra um grafík, textagerð og umbrot.
Næstu tvær vikurnar verða þó afar spennandi því að þá fáum við gestakennara sem ætlar að kenna okkur allt um portrett.

Annars er allt frekar rólegt hér á Ægirsgötunni. Við bætum smám saman við bóslóðina (einum bolla hér, einum lampa þar) og erum meira að segja komin með heimilistryggingu. Loksins!

Med venlig hilsen...

föstudagur, 10. apríl 2009

Ný íbúð...

Smellið á myndina til að stækka hana...