sunnudagur, 27. apríl 2008

Frí, frí, frí og aftur frí.

Það er svo undarlegt með þessa fjölmörgu stöku frídaga á vorin. Það verða allir fimmtudagar eins og sunnudagar með laugardags ívafi og allir föstudagar eins og mánudagar. Svo loksins þegar helgarfríið byrjar heldur maður bara áfram að vakna klukkan hálf sjö á morgnana (sem er meira að segja korteri fyrr en ég vakna á virkum dögum).

En eftir þessa skrítnu semi-löngu helgi þá erum við margsfróðari um miðbæ Hafnarfjarðar þökk sé Jónatani Garðarssyni og sögugöngunni hans. Fórum líka í leikhús að tjékka á Engispettum. Held að flestir fjölskyldumeðlimir hafi verið sáttir við þá sýningu, sérstaklega þegar við vorum búin að lesa viðtalið við hana Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra, því eins og hún segir þar þá erum við (allavega ég) ekki nógu æfð í að lesa í allskonar táknmyndir og skilja þegar talað er undir rós.

Eftir vinnu á föstudaginn trítluðum við um miðbæ Reykjavíkur, rýndum í portrettmyndir í Fótógrafí, spíssuðum Eldsmiðju pizzu (sími 562-3838), splæstum í sumargjafir í Mál & Menningu og skoðuðum kósý hús með huggulegar svalir við Válastíg, Nönnugötu, Bragagötu og Kárastíg svo eitthvað sé nefnt. Tókum svo strætó heim í Fjörðinn.
Semsagt, við erum fáránlega menningarleg, hip og kúl!

En núna erum við algjölega eftir okkur því í gærkvöld fórum við í sitthvort matarboðið (Takk fyrir okkur!) og svo hittumst við á Dillon með alla vinina í eftirdragi.

Á morgun byrjar svo næsta vinnuvika með tilheyrandi fimmtudagsfríi og svoleiðis ruglingi.
Auf Wiedersehen.

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Ég kann ekki...

að blogga á Íslandi! Hvort er það vegna þess að ég er latur eða af því að það er mikið að gera?

Ég held að ég hafi ekki átt óskipulagt kvöld í ca. 3 vikur. Kannski maður neyðist til að kaupa sér kalander og bóka partý, bíóferðir og frjáls kvöld með nokkurra vikna (eða jafnvel mánaða) fyrirvara eins og hinir drepleiðinlegu Danir gera?

Páskar á Flateyri, afmæli Júlíu, mála vinnuherbergið okkar, hanga í umferðarteppu og að hjálpa MoP að gera upp húsið er meðal þess sem á daga mína hefur drifið undanfarið. Svo sæki ég Óla og danska vini hans á flugvöllinn í kvöld því þeir eru að koma í helgarferð hingað á blogglausann Ísklumpinn.

Svo held ég að helgin fari að mestu leyti í menningu, vellystingar og kannski smá útivist. Opnun á nýrri sýningu í Fótógrafí, matarboð hjá Agli og Hildi, listasýning GetRVK.com, hitta danska vini og fleira gott.

Svo langar mig að minna á að það eru til betri netþjónustufyrirtæki en það íslensku. Júlía var nefnilega að fá ávísun uppá $20 Bandaríkjadali í endurgreiðslu frá Shaw Internet fyrir það að við skiluðum módeminu okkar. Þar með held ég að við höfum fengið endurgreidda alla þá summu sem við borguðum fyrir þriggja mánaða internetþjónustu í Calgary. Ég vildi að við gætum verslað við þá hérna á Skerinu.

GO SHAW INTERNET!