föstudagur, 18. september 2009

Loppemarked!!!

Við hjónin tökum þátt í flóamarkaði á Balders Plads (við sjáum torgið útum stofugluggann okkar) á morgun, laugardag, milli 11 og 15. Þeir sem hafa tíma mega endilega kíkja á okkur og fá kaffi og kanelsnúða.

Sjáumst!

mánudagur, 14. september 2009

Efterår

Þá er komið haust. Þó hangir hann ennþá í 17-18°C. Mér skilst reyndar að það sé svipað í Hafnarfirði.
Samt skrítið hvað gengi danska hitastigsins er lélegt miðað við það íslenska, okkur hjónum er nefnilega skítkalt þessa dagana en foreldrar mínir í Firðinum eru að kafna úr hita.

Ég er þó farinn að hlakka til vetrarins. Ég var nefnilega að ljúka við eina bestu bók sem ég hef lesið, "Maður og elgur" (eða "Doppler" eins og hún heitir á frummálinu) eftir hinn norska Erlend Loe. Hún gerist að mestu um vetur í skógarjaðrinum við Osló þar sem söguhetjan er að flýja fólkið. Mæli eindregið með þessari bók, sem besti bókaklúbbur í heimi býður uppá.