mánudagur, 24. maí 2010

Góðir gestir.

Mathilde, Peter, Morten, Jonas og Katla kíktu í mat á Ægisgötuna í gærkvöld. Lambalæri, skyrterta, klodsmajor, jungle speed, bingo, plötur, súkkulaði rúsínur og tvær rauðvínsflöskur á mann. Ikke så tosset!

Ótrúleg einbeiting í klodsmajor.

miðvikudagur, 19. maí 2010

Sig mig engang, hvad er det du beskæftiger dig med?

Ég er enn atvinnulaus. Hef þó fengið smá að gera í lausamennsku, t.d. á vegum Hróarskelduhátíðarinnar við að setja þetta flykki upp víðsvegar á Sjálandi
Þessi gámur er náttúruvænt raforkuver sem er sett upp á hátíðarsvæðinu hvert ár og þess á milli víðsvegar um landið til þess að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum og hátíðinni sjálfri.
Sólarrafhlöður, vindmyllur, æfingahjól og rafstöð sem gengur á bíódísel. Sniðugt apparat. Þarna getur fólk hlaðið símana sína, soðið vatn, hlustað á útvarp og ýmislegt annað.

Annars vorum við hjónin að versla okkur far til Íslands í sumar. Lendum á Seyðisfirði þann 15. júlí. Fljúgum svo líklegast heim 2. ágúst. Sjáumst!

föstudagur, 14. maí 2010

Frí ?!?

Danir eru hrifnir af fríum. Þeir eru ófáir frídagarnir á vormánuðum.

Fyrir stuttu var Stóri Bænadagur. Þá fær þjóðin frí til að sameinast í bæn.

Í gær var Kristi Himmelfartsdag. Þá er frí og allir gera eitthvað skemmtilegt, til dæmis að:

  • hlusta á Dylan og leysa sudoku á meðan þvotturinn snýst í hringi í þvottavél, þeytivindu og þurrkara
  • borða kebab á Kebabistan
  • kíkja á opnun ljósmyndasýningar í Kødbyen og drekka þar rauðvín
  • tæma nokkrar flöskur á Jolene
  • taka sveiflu á Blasen

Í dag er svo föstudagurinn eftir Kristi Himmelfartsdag. Þennan föstudag kýs ég að kalla Stóra Skrópdag því að þetta er óopinber frídagur. Reyndar kalla þeir þessa helgi "Miniferien" eða Smáfríið, fjögurra daga helgi sem byrjaði í gær. Skólar eru allir lokaðir og flest öll fyrirtæki. En pósturinn stendur sína pligt í dag og fær sér kebab í hádeginu eins og flesta aðra daga.

Ég er hinsvegar heima og ætla að þrífa því að í kvöld koma Óli og Sigrid í heimsókn alla leið frá Viborg. Og nú hækka í ég Talking Heads og dansa við ryksuguna.