fimmtudagur, 8. janúar 2009

Jeg studerer fotografi...

Nú er hafið nýtt ár og ég er sestur á skólabekk... enn einu sinni! Byrjaður á "Hovedforløb" í ljósmyndun, fjögurra og hálfs árs nám sem lýkur með sveinsprófi. Ég var reyndar búinn með eitt ár svo ég ætti að geta lokið prófinu ca. árið 2012.

Fyrsta skólavikan er búin að vera frekar róleg. Alltaf búin um hádegi og allur dagurinn í dag var gefinn frír til þess að við gætum unnið myndir. Svo á morgun er hópferð upp í Louisiana. Ég var reyndar þar fyrir tæpum tveimur vikum en það gerir ekkert til.

M&P voru hjá okkur um jól og áramót ásamt Jónu tengdó. Allir dagar voru þaulskipulagðir og við fórum meira að segja í utanlandsferð! Ok, Svíþjóð er bara í hálftíma fjarlægð, en það er samt annað land. Svo á milli skemmtiatriða var étið og étið og étið eins og alltaf um jól.
Áramótapartýið var auðvitað á sínum stað og ég er ekki frá því að við höfum náð að rispa eins og 3-4 plötur eins og venjan er.

Jæja, gleðilegt ár og hafið það gott.