Í dag halda Danir uppá Store Bededag sem þýðir að það er frí í skólanum. Sniðugt hjá þeim að færa alla svona frídaga fram á föstudag til þess að lengja helgina!
Þar sem að ég er búinn að vera slappur síðan á sunnudag þá ætla ég að hvíla mig í dag. Hvíldin felst semsagt í því að fara ekki út úr húsi, klára að lesa eina skáldsögu, lesa föstudagsblað Politiken og jafnvel sunnudagsblaðið frá síðustu helgi, hlusta á tónlist ooooooog.... hanga á netinu.
Fyrir mér snýst hugtakið "að hanga á netinu" um það að kíkja á næstum alla linkana sem ég er með bookmarkaða og finna nokkra nýja til að bæta við. Í dag ætla ég svo líka að ráðast í ca. hálfsárslega tiltekt á þessum bókamerkjum.
Já, lífið er sko spennandi hérna í København!
Hér eru nokkrir linkar til að koma nethangsinu í gang:
http://www.booooooom.com/
http://ffffound.com/
http://www.npg.org.uk/
http://www.remodelista.com/
http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/
http://news.bbc.co.uk/
http://www.wulffmorgenthaler.com/
http://www.photography.dk/
http://davidhorvitz.tumblr.com/
Svo er náttúrulega alltaf hægt að fara á Wikipedia og fá grein af handahófi með ctrl-x
Endilega sendið mér ykkar uppáhalds hangs heimasíður... og njótið Store Bededag
föstudagur, 8. maí 2009
Stóri Bænadagur
Birt af
Þórir
kl.
09:26
3
hress(ar) athugasemd(ir)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)