Þeir sem eru í Berlín einhvern tíma á tímabilinu 17. - 31. júlí ættu endilega að kíkja við á Karl-Marx-Straße 171 (U-Bahn stöð Rathaus Neukölln). Þar sýnir Papergirl hópurinn listaverk sem honum hefur áskotnast síðasta árið, þar á meðal nokkrar ljósmyndir sem ég sendi þeim.
Viku eftir að sýningin opnar hjóla svo meðlimir hópsins um alla borg og gefa gangandi vegfarendum flest verkin. Þó mun eitt verk eftir hvern listamann verða áfram til sýnis í áðurnefndum höfuðstöðvum hópsins.
Opnun sýningarinnar er þann 17. júlí klukkan 19:00.
Meira um verkefnið á www.papergirl-berlin.de
þriðjudagur, 7. júlí 2009
Papergirl
Birt af
Þórir
kl.
21:27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
eru þá myndir eftir þig þar!!
geðveikt!
... kv hildur maria
Já, mér finnst það frekar tryllt. Var gaman á Bryggeríinu í gær?
Skrifa ummæli