mánudagur, 21. júní 2010

Hver skrifar svona?

Á laugardaginn fórum við út í hádegismat með vinum okkar. Þegar við komum heim eftir ljúffenga máltíð þá beið okkar póstkort í póstkassanum. Og þó að ekki fari mikið fyrir innihaldinu á kortinu þá er þetta líklega það póstkort sem ég hef rýnt mest í á minni stuttu ævi.

Við erum afar forvitin að vita hver sendi okkur þetta skrítna kort. Samkvæmt stimplinum er kortið sent þann 18. júní 2010 frá Kaupmannahöfn. Hver er það sem skrifar ekkert í þennan stóra auða dálk til vinstri? Hver skrifar eftirnöfn okkar beggja en notar ekki íslenska stafi þar? Og af hverju er Æ-inu í Ægirsgade skipt upp í A og E en jafnframt notað ø í København? Og hver sendir póstkort með myndum af hóteli í Bern? Skrítið, ekki satt?

Vísbendingar óskast.

Engin ummæli: