Það er svo undarlegt með þessa fjölmörgu stöku frídaga á vorin. Það verða allir fimmtudagar eins og sunnudagar með laugardags ívafi og allir föstudagar eins og mánudagar. Svo loksins þegar helgarfríið byrjar heldur maður bara áfram að vakna klukkan hálf sjö á morgnana (sem er meira að segja korteri fyrr en ég vakna á virkum dögum).
En eftir þessa skrítnu semi-löngu helgi þá erum við margsfróðari um miðbæ Hafnarfjarðar þökk sé Jónatani Garðarssyni og sögugöngunni hans. Fórum líka í leikhús að tjékka á Engispettum. Held að flestir fjölskyldumeðlimir hafi verið sáttir við þá sýningu, sérstaklega þegar við vorum búin að lesa viðtalið við hana Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra, því eins og hún segir þar þá erum við (allavega ég) ekki nógu æfð í að lesa í allskonar táknmyndir og skilja þegar talað er undir rós.
Eftir vinnu á föstudaginn trítluðum við um miðbæ Reykjavíkur, rýndum í portrettmyndir í Fótógrafí, spíssuðum Eldsmiðju pizzu (sími 562-3838), splæstum í sumargjafir í Mál & Menningu og skoðuðum kósý hús með huggulegar svalir við Válastíg, Nönnugötu, Bragagötu og Kárastíg svo eitthvað sé nefnt. Tókum svo strætó heim í Fjörðinn.
Semsagt, við erum fáránlega menningarleg, hip og kúl!
En núna erum við algjölega eftir okkur því í gærkvöld fórum við í sitthvort matarboðið (Takk fyrir okkur!) og svo hittumst við á Dillon með alla vinina í eftirdragi.
Á morgun byrjar svo næsta vinnuvika með tilheyrandi fimmtudagsfríi og svoleiðis ruglingi.
Auf Wiedersehen.
sunnudagur, 27. apríl 2008
Frí, frí, frí og aftur frí.
Birt af
Þórir
kl.
11:32
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilegt sumar - og páska - og öll frí sem við tökum ekkert eftir þessa dagana;)
gaman að heyra að þið eruð alive and well
bið kærlega að heilsa öllum heima
xxx
hæhæ kallinn minn. góðar nýju myndirnar á flicr. kósí kjallari. ætlaði bara að segja þér að tékka á nýja myndablogginu mínu: www.jakobsson-adayinthelife.blogspot.com
kv, kobbi
Skrifa ummæli