að blogga á Íslandi! Hvort er það vegna þess að ég er latur eða af því að það er mikið að gera?
Ég held að ég hafi ekki átt óskipulagt kvöld í ca. 3 vikur. Kannski maður neyðist til að kaupa sér kalander og bóka partý, bíóferðir og frjáls kvöld með nokkurra vikna (eða jafnvel mánaða) fyrirvara eins og hinir drepleiðinlegu Danir gera?
Páskar á Flateyri, afmæli Júlíu, mála vinnuherbergið okkar, hanga í umferðarteppu og að hjálpa MoP að gera upp húsið er meðal þess sem á daga mína hefur drifið undanfarið. Svo sæki ég Óla og danska vini hans á flugvöllinn í kvöld því þeir eru að koma í helgarferð hingað á blogglausann Ísklumpinn.
Svo held ég að helgin fari að mestu leyti í menningu, vellystingar og kannski smá útivist. Opnun á nýrri sýningu í Fótógrafí, matarboð hjá Agli og Hildi, listasýning GetRVK.com, hitta danska vini og fleira gott.
Svo langar mig að minna á að það eru til betri netþjónustufyrirtæki en það íslensku. Júlía var nefnilega að fá ávísun uppá $20 Bandaríkjadali í endurgreiðslu frá Shaw Internet fyrir það að við skiluðum módeminu okkar. Þar með held ég að við höfum fengið endurgreidda alla þá summu sem við borguðum fyrir þriggja mánaða internetþjónustu í Calgary. Ég vildi að við gætum verslað við þá hérna á Skerinu.
GO SHAW INTERNET!
fimmtudagur, 3. apríl 2008
Ég kann ekki...
Birt af
Þórir
kl.
18:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Shaw Internet er gott fyrirtæki. Flytjum aftur til Calgary. Nei djók.
Ég elska þig, ha?
ha? er til betra netfyrirtæki en CyberCity?
sonur systur minnar er með ljósmyndir á sýningunni GetRVK.com
myndirnar hans eru á efri hæðinni út í horni. Hann heitir Doddi :) Endilega kíkið á hann
Kv.Guðný
Bibbunni finnst glatað ef þú ætlar ekki að læra að blogga á Íslandi...þá verður þú einfaldlega að flytja annað svo þú getir hreinlega bara sagt mér það sem þig myndi langa að blogga....og sjálfsögðu taka júlíu með;)
Skrifa ummæli