Prag er æði. Ég held að það hafi ekki liðið nema ca. 23 mínútur frá því að við komum inn í borgina þar til að ég sagði upphátt að ég vildi flytja þangað. *
Við vorum í heimsókn hjá Óla og gistum hjá honum og meðleigjendum/bekkjarfélögum hans, Benna og Wonderful Markus. Það var auðvitað ekkert verra að þeir leigja frekar frábæra íbúð með stórri stofu, svölum og stiga uppá þak. Og útsýni yfir alla borgina...
Við túristuðumst náttúrulega soldið, skoðuðum Kastalann og gengum yfir Karlsbrúnna. Kíktum líka í þjóðminjasafnið þar sem við sáum síðustu fötin sem Franz Ferdinand klæddist og lásum yfir München samninginn (og grandskoðuðum svo alla 10.500 steinana í jarðfræðideildinni).
Eftir það nutum við andrúmsloftsins og heimalagaða bjórsins á kránni U Fleku, sem var stofnuð árið 1499 og er elsta kráin í Prag. Sem að verður nú að teljast nokkuð gott!
Smökkuðum afganskan mat á Kabul, keyptum filmur hjá FotoSkoda og kíktum á tónleika með Dva. Og drukkum bjór.
Við lærðum líka að fara aldrei aftur á Café Franz Kafka, þar sem að við Siggi T fengum okkur svínasnitzel af því að þjónninn sagði okkur svona 8 sinnum að hann væri mjög góður, auk þess sem að flest annað væri ekki til. Kannski ekki skrítið í gyðingahverfinu.
Mannlífið og borgin var frábær en skemmtilegast af öllu var að hitta góða vini aftur eftir alltof langan tíma!
Ég tók soldið af myndum en það verður þó einhver bið eftir þeim þar sem að ég nota enn filmur og neita að stafvæðast. Ef að einhver getur bent mér á góða framköllunarstofu hérna í Køben þá væri það frábært. Framköllunarvélin í skólanum er nefnilega biluð og mér sýnist á öllu að hún verði ekki löguð.
Og já, þegar við komum heim þá beið okkar leigusamningurinn og lyklarnir að nýju íbúðinni, svo að við flytjum bráðum. Nánari tímasetning verður auglýst hér. Öll hjálp vel þegin þegar að því kemur ;)
Kveðja úr Höfn "and a good bye" eins og þeir segja hjá Sky Europe.
* Þó má ekki lesa of mikið í þessa pælingu mína því að auk Prag þá hef ég minnst á flutninga til Parísar, Berlínar, San Francisco, Vancouver, Sarajevo, Tokyo, Gautaborgar, Århus og Ísafjarðar af þeim borgum og bæjum sem ég hef komið til. Við það hef ég bætt við nokkrum stöðum sem ég hef aldrei komið til, m.a. New York, Helsinki, Montreal, Osló, Amsterdam og Svalbarða.
mánudagur, 16. mars 2009
Praha
Birt af
Þórir
kl.
17:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þessi ferð hljómar allt of vel...núna er ferð til Akureyrar eina utanlandsferðin sem býðst...
Gangi ykkur vel í flutningunum.
Kv.Guðný
Já, þetta var sko ekki slæmt! Ég hef samt heyrt að Akureyri sé Prag norðursins... eða var það öfugt?
Huh Prag Akureyri suðursins??
Kæru ungu hjón. Gleðilegt sumar þó varla sé hægt að tala um sumar hér á Fróni miðað við veðurlag. Innilegt þakklæti fyrir frábæra afmælisgjöf, þarna leyndist ýmislegt sem ég á ekki. Af okkur er allt gott að frétta. Kær kveðja, amma og afi í Skriðó.
Skrifa ummæli