Nú sit ég í stofunni á Sólbakka og bíð eftir að dyrabjallan hringi. Siggi T var að lenda á Kastrup áðan og ætlar að gista hjá okkur í nótt. Svo förum við öll saman til Prag á morgun í heimsókn til Óla. Ekkert slor það!
Komum svo heim á sunnudaginn til þess að taka við nýju íbúðinni okkar að Ægirsgade 80 á Nørrebro. Ætli við þurfum ekki að sjoppa okkur skotheld vesti í Tékklandi?
Frekar rólegt í skólanum þessa dagana. Erum búin að hanga í stúdíóinu síðustu dagana. Fórum reyndar í langan göngutúr með einum kennaranum síðasta föstudag til þess að skoða arkítektúr hérna í Køben, sem var gríðargaman.
En akkúrat núna hlustar hverfið á "Blood on the Tracks" með okkur hjónunum á 10. hæð því að maður verður að hækka þegar Bob Dylan er settur á fóninn.
Góða helgi...
miðvikudagur, 11. mars 2009
Heimsókn
Birt af
Þórir
kl.
11:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góða ferð!! Damn sem mig langar með ykkur:)
Munið bara að gefa bæði Metro og helv$&%# Skat fingurinn þegar þið farið uppá völl og til baka!!...og ALLTAF! urg...
Líst vel á skotheldu vestin - vona að þið hafið fjárfest í slíku..velkomin heim - var eflaust tryllt gaman hjá ykkur
kossar og knúsar from das klake
Skrifa ummæli