Þá er komið haust. Þó hangir hann ennþá í 17-18°C. Mér skilst reyndar að það sé svipað í Hafnarfirði.
Samt skrítið hvað gengi danska hitastigsins er lélegt miðað við það íslenska, okkur hjónum er nefnilega skítkalt þessa dagana en foreldrar mínir í Firðinum eru að kafna úr hita.
Ég er þó farinn að hlakka til vetrarins. Ég var nefnilega að ljúka við eina bestu bók sem ég hef lesið, "Maður og elgur" (eða "Doppler" eins og hún heitir á frummálinu) eftir hinn norska Erlend Loe. Hún gerist að mestu um vetur í skógarjaðrinum við Osló þar sem söguhetjan er að flýja fólkið. Mæli eindregið með þessari bók, sem besti bókaklúbbur í heimi býður uppá.
mánudagur, 14. september 2009
Efterår
Birt af
Þórir
kl.
08:45
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
fyndnasta bók sem ég hef lesið, í atvinnuleysinu alla vega.
mætti maður kannski fá hana lánaða? ég lofa að skila, og lofa að lána hana ekki videre:)
Það ætti að vera lítið mál. Enda ert þú sko langt frá því að vera á svarta listanum!
Skrifa ummæli