Ég er enn atvinnulaus. Hef þó fengið smá að gera í lausamennsku, t.d. á vegum Hróarskelduhátíðarinnar við að setja þetta flykki upp víðsvegar á SjálandiÞessi gámur er náttúruvænt raforkuver sem er sett upp á hátíðarsvæðinu hvert ár og þess á milli víðsvegar um landið til þess að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum og hátíðinni sjálfri.
Sólarrafhlöður, vindmyllur, æfingahjól og rafstöð sem gengur á bíódísel. Sniðugt apparat. Þarna getur fólk hlaðið símana sína, soðið vatn, hlustað á útvarp og ýmislegt annað.
Annars vorum við hjónin að versla okkur far til Íslands í sumar. Lendum á Seyðisfirði þann 15. júlí. Fljúgum svo líklegast heim 2. ágúst. Sjáumst!
miðvikudagur, 19. maí 2010
Sig mig engang, hvad er det du beskæftiger dig med?
Birt af
Þórir
kl.
10:26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli