Danir eru hrifnir af fríum. Þeir eru ófáir frídagarnir á vormánuðum.
Fyrir stuttu var Stóri Bænadagur. Þá fær þjóðin frí til að sameinast í bæn.
Í gær var Kristi Himmelfartsdag. Þá er frí og allir gera eitthvað skemmtilegt, til dæmis að:
- hlusta á Dylan og leysa sudoku á meðan þvotturinn snýst í hringi í þvottavél, þeytivindu og þurrkara
- borða kebab á Kebabistan
- kíkja á opnun ljósmyndasýningar í Kødbyen og drekka þar rauðvín
- tæma nokkrar flöskur á Jolene
- taka sveiflu á Blasen

Í dag er svo föstudagurinn eftir Kristi Himmelfartsdag. Þennan föstudag kýs ég að kalla Stóra Skrópdag því að þetta er óopinber frídagur. Reyndar kalla þeir þessa helgi "Miniferien" eða Smáfríið, fjögurra daga helgi sem byrjaði í gær. Skólar eru allir lokaðir og flest öll fyrirtæki. En pósturinn stendur sína pligt í dag og fær sér kebab í hádeginu eins og flesta aðra daga.

2 ummæli:
Like! á þetta blogg
It´s alive....
Meira svona.
Skrifa ummæli