Ég byrjaði í starfsnámi í dag. Ljósmyndasafn Reykjavíkur tók mér opnum örmum og ég verð þar mestan part veturs. Fyrsti dagurinn fór í að setja upp sýningu Wayne Gudmundsonar, "Sjónarhorn", sem opnar núna á laugardaginn klukkan 15:00 (18. september) á sjöttu hæð Grófarhúss (Tryggvagötu 15, þar sem Borgarbókasafnið er til húsa). Mæli með því að kíkja því þetta eru glæsilegar myndir. Meira um það hér.
Júlía verður áfram í København, vinnur þar öllum stundum í menningarhúsinu Nordatlantens Brygge. Svo treystum við bara á að það verði einhverjir flugmiðar á tilboði í vetur.
Þeir sem vilja, geta svo náð í mig í sama gamla gé ess emm númerinu mínu. Það hefur ekki breyst í 12 ár. Heyrumst.
miðvikudagur, 15. september 2010
Gleði
Birt af
Þórir
kl.
19:40
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
geðveikt spennandi!
Skrifa ummæli