þriðjudagur, 15. mars 2011

Til hamingju afi!

Afi og Þorsteinn í góðu spjalli um Séra Friðrik og Valsara.

Í dag var síðasti vinnudagurinn hans Þóris afa míns. Nú er hann kominn í ævilangt frí. Ég kíkti niðrí búð til hans í morgun og við spjölluðum í ca. 2 tíma á meðan ég fékk mér eina bananastöng. Hann fékk líka ansi marga góða gesti, t.d. hann Steina frænda (sem ég vissi reyndar ekki að væri frændi minn fyrr en í morgun) sem er með honum á myndinni.
Til hamingju afi með að vera kominn í frí!

Engin ummæli: