mánudagur, 24. september 2007

Þá er....

síðasta helgin mín í Køben á þessu ári liðin og síðasta vinnuvikan hafin. Frekar fín helgi í alla staði. Veit ekki með vinnuvikuna...

Hjálpaði Ingu Rún og Braga að flytja á föstudaginn. Þau voru að kaupa æðislega andelsíbúð á Vesterbro. Svo eru þau líka svo æðisleg að geyma allt dótið mitt á meðan Kanada-ævintýrið stendur yfir.

Átti gott bæjarrölt með Óskari á laugardaginn. Við fórum í siglingu með Hafnarstrætónum, kíktum á þessa sýningu í Svarta Demantinum og svo grillpartý um kvöldið þar sem boðið var uppá SS pulsur í íslensku pulsubrauði með SS pulsusinnepi. Svo tókum við einn öl á Hvids Vinstue á leiðinni heim.

Sunnudagurinn var heldur ekkert slor. Kaffihús og kvöldmatur með Óla og Sigrid og smá nintendo, vestlands lefsur og ís í eftirmat á Christianshavn.

Og núna eru 7.180 mínútur í brottför.

Bið að heilsa.

Engin ummæli: