þá fer þetta að bresta á. Kanada á morgun!
Kveðjuhófið fór fram í gærkvöld. Þar voru veitingar frá Kebabistan, spilað fjölmennasta teningaspil sem ég hef tekið þátt í, dúndur músík úr glymskrattanum, heimsmálin rædd, lögin voru Bibbuð og með þessu öllu drukkin ógrynni af Albani gæða øli.
Þakkir til allra sem mættu, þetta var frábært!
Svo mættum við Óli að sjálfsögðu tveim tímum of seint í vinnuna eins og vera ber eftir gott fullerí. Það var samt alltílagi því ég splæsti í vínarbrauð handa öllum í vinnunni. Svo skilst mér að það verði föstudagsbjór um þrjú leytið. Alltaf gott að fá smá afréttara áður en vinnudagurinn er búinn.
Eftir það verð ég á þeytingi útum allan bæ að sækja dótið mitt og skila öðru. Þarf að koma við í öllum helstu hverfum borgarinnar. Bakpokarnir mínir eru á Nørrebro, myndavélarnar og tölvan á Vesterbro, þarf að skjótast með einn steikarpott til Svölu uppí Fredriksberg, og svo gisti ég hjá Óla á Christianshavn.
Ætli ég þurfi ekki líka að kíkja aðeins útá skítaeyjuna Amager til Óskars og Völu í eins og einn kveðjubjór. Ég sé þau líklega ekkert fyrr en eftir eitt og hálft ár því þau eru að fara til Malasíu í skóla.
Á morgun hoppa ég svo uppí metró og beint útá flugvöll og til olíubissnisskærustunnar minnar í Calgary.
Bæbæ.
föstudagur, 28. september 2007
Jæja...
Birt af
Þórir
kl.
09:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Er Ísbjørn búinn ad éta tig? Ég vill fá updates á thetta!! Ég man thegar ad ísbjørninn rédst á Nonna og Manna, ég vona ad thetta sé ekki svoleidis :S
Skrifa ummæli