þriðjudagur, 25. september 2007

"Hvað ertu að fara að gera í Kanada?"

Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að rukka fyrir svar við algengustu spurningunni sem ég fæ þessa dagana. En ég er ekki nógu mikill bissnesskall í mér til þess þannig að hér fáið þið svarið ykkur að kostnaðarlausu:

Ég ætla að vera heimavinnandi!

Og þar hafið þið það... Svo er annað mál hvað heimavinnandi fólk gerir, sérstaklega þegar heimilisþrifaþjónusta fylgir leiguíbúðinni sem það býr í. En ég efast ekki um að ég finni mér eitthvað til dundurs í vetrarhörkunum á hásléttum Alberta fylkis. Ég gæti til dæmis stofnað klúbb fyrir þá sem eru heimavinnandi í blokkinni okkar, þar sem við söfnumst saman og horfum á spjallþætti og sápuóperur á daginn. Nú eða tekið að mér barnapössun fyrir þá nágranna sem ekki eru heimavinnandi.

Annars er ég að pæla hvort að ég ætti að fara að æfa einhverja íþrótt þarna út. Júlía er jú á krulluæfingum (curling á frummálinu) að minnsta kosti einusinni í viku. Kannski ég gæti skráð mig í "Bobsled for beginners" eða "Biathlon*: The toughest sport on earth".

Læt ykkur vita

*skíðaskotfimi

4 ummæli:

oskaringi sagði...

YO - djöfull er ég sáttur með að fá link hérna, erum við að ræða margar færslur á jafnfáum dögum? Skilurur ekki? OK!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að þú ættir að verða einhver skonar seinfeld í blokkinni þinni vera alltaf með opið fyrir kramer....eða þú verðir kramer og finnir þér seinfeld. alltaf að labba inn til hans og mönna, bulla og rugla.

-gummi

Nafnlaus sagði...

Mér líst rosa vel á bobbsleðana, og ef þú ferð útí barnapössun viltu þá vera búin að henda skröttunum út áður en ég kem heim.

oskaringi sagði...

Hvad ertu ad fara gera í Kanada?