fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Sama gamla farið...

Af hverju hættir fólk alltaf að blogga þegar það flytur aftur til Íslands? Ég er greinilega engin undantekning. Hef varla skrifað heila málsgrein síðan ég lenti á litla ísklumpnum.
Er þetta vegna þess að það gerist ekkert markverk hérna? Eða er þetta gráa skammdegi svo hryllilegt að það deyfir alla sköpunargáfu og lífsgleði?
Það er nú það.

Ég hef varla hitt neinn síðan á mánudag. Ég býst við því að það sé bein afleiðing af því að búa ekki í póstnúmeri 101, 105 eða 107. Ég bý nefnilega í 220. Það er þó skárra en að búa í 270 eins og ég gerði um árabil.

Annars er Hafnarfjörðurinn bara temmilega ágætur. Ég hef kjallaraherbergi í gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi sem er í næsta nágrenni við Súfistann, Bæjarbíó, A. Hansen, Ríkið, bakaríið og pulsuvagninn. Ikke så slemt.

Svo kemur Júlía fljúgandi hress í kvöld og við skellum okkur í sveitasæluna á Eyrarbakka yfir helgina. Og kannski í sund á Stokkseyri...

Hej då.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

muhu...nú er bibban búin að kveðja Júlíuna...og hún floginn í átt að klakanum....en það er bannað að hætta að blogga...við erum ennþá nokkur í dk sem þurfum að vita hvað er að gerast eða ekki að gerast á klakanum...jú sí...kút

Óskar Ingi sagði...

sammála síðasta ræðumanni...manni langar nú alveg að halda áfram að fylgjast með!

fínt að það er ekki mikið að gerast á klakanum - maður saknar þess þá ekki á meðan;) hehe

en ..... velkominn heim. kastaðu kveðju á alla sem þú hittir:)

Vala (sem er óvart logguð inn sem Óskar og nennir ekki að breyta því)

Þórir sagði...

Já Bibban mín... Júlía verður í DK fram á sunnudagskvöld þökk sé Iceland Express. Passaðu hana fyrir mig.

Og ég reyni að finna eitthvað að skrifa um fyrir ykkur.

Nafnlaus sagði...

var kannski ekkert fljúgandi hress í gær eftir allt! Skrifaðu eitthvað um Iceland Express...

Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu er ég bara ekki neinn?

Þórir sagði...

þú ert varla neinn. sem er töluvert meira en neinn.

Nafnlaus sagði...

djöfull ertu slakur