Ég eyddi gærkvöldinu á Kastrup. Það var ekki gaman. Ég átti að fljúga klukkan 20:40 en þegar hún var orðin ellefu og hverfandi líkur á að vélin legði af stað fyrir fjögur um nóttina þá ákvað ég að fá miðanum mínum breytt og fór heim að sofa. Þannig að nú á ég flug á sunnudagskvöldið klukkan 20:40 og vona að veðrinu lægi á Íslandi.
Ætli ég sé ekki búinn að eyða ca. 3 sólarhringum í flugvallahangs, transit og flug síðustu vikuna. San Francisco - Calgary - Frankfurt - København og svo vonandi Ísland á sunnudaginn.
Annars er búið að vera fínt í DK þessa vikuna. Sáum Mugison á laugardaginn. Virkilega góðir tónleikar og ég held að allir þeir sem ég þekki í Køben hafi mætt. Svo sendum við draslið okkar með skipi á miðvikudaginn og fögnuðum því á hverfispöbbnum Sommersted um kvöldið, eftir að Júlía hafði boðið mér, Ingu Rún og Braga út að borða.
Ég hef svo helgina til þess að bæta au pair skorið okkar Júlíu. Ég held að aldrei hafi verri gestir gist á B6. Ætli ég eldi ekki í kvöld, reddi hádegismat á morgun og skelli svo í eins og eina eplaköku við gott tækifæri.
Tchüssi
föstudagur, 8. febrúar 2008
Flug, flug, flug og aftur flug...
Birt af
Þórir
kl.
08:21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
og þú nærð skírninni hjá Guddunni - danskar skírnir eru skemmtilegar :)
þær eru mjög skemmtilegar....þú mátt drekka bjór og vín í skírnum...og það á laugardegi;) en sjáumst á morgun...bibbuz
kúl
Djöfull er ég óánægður með feedbackið frá fólkinu sem les þetta blogg. Þeir sem commenta eiga heiður skilið, hinir sem koma og lesa bloggið og segja ekkert eru ömurlegir.
"Frekar að koma með vond komment en að kommenta ekki" Stalin; Polaroidland 1946
heyr heyr diðrik... ertu kominn á klakann þóti?
Já ég er mættur. Samt ótrúlega gott að taka eina óvænta auka helgi í DK.
Skrifa ummæli