mánudagur, 25. febrúar 2008

Verktakapólitík og súrmatur

Nú er ég búinn að vera á Íslandi í 2 vikur og þegar búinn að vinna í 10 daga af þeim. Er farinn að vinna sem rafvirki hjá Rafmiðlun og þessa dagana er ég að vinna á 17. hæð í nýja Turninum í Kópavogi. Þessir fyrstu dagar hafa verið fjandi hressir með 11 tíma vinnudegi og mikilli innanhúss pólitík um vörulyftunotkun.

Eftir langa vinnudaga er lítið gert en þó höfum við náð að fara á fjölskylduþorrablót (þar sem ég borðaði súrmat í fyrsta skipti) og einnig á svona útálandi-sveitaskemmtun í boði DV á Selfossi og svo í síðbúinn kvöldmat á Ránargrund (lærissneiðar í raspi, ekkert slor það!).

Svo var hún Linda Lundbergsdóttir að útskrifast úr dönskunni í HÍ í gær og við mættum hress í útskriftarveislu til hennar og sögðum "Til lykke!" áður en við gæddum okkur á yndislegum kræsingum. Drukkum svo með henni bjór frameftir kvöldi og horfðum á Laugardagslögin sem hafa verið að kvelja landann síðasta misserið. Renndum við á Dillon til að kíkja á Gumma, Andra og Diðrik áður en sá síðastnefndi skutlaði okkur heim í Hfj.
Til hamingju Linda!

Í dag, fyrsta frídaginn minn þessa vikuna, vorum við Júlía svo þunn til skiptis og sváfum eiginlega allan daginn. Akkúrat það sem við ákváðum í gær að ætti ekki að gerast. Fengum svo lambalæri í kvöldmat (mmm) og eftir það var sett um bráðabirgða símasamband við svefnherbergið í risinu svo M&P geti nú horft á sjónvarp án þess að ryðjast inná á fólkið í kjallaranum. Skrítið að þurfa alltíeinu internet tengingu til þess að horfa á sjónvarpið (dagskráin á þessu heimilinu samanstendur af Fréttum og danska sunnudagsþættinum Forbrydelsen).

På gensyn.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvað með saltið? er búið að gleyma lófafylli af salti fyrir svefninn?

Þórir sagði...

salt trikkið var tekið og virkaði ekkert sérstaklega vel. það gæti meira að segja verið ástæðan fyrir því að flensan er búin að ná í skottið á mér!

Nafnlaus sagði...

þetta er pottþétt íslenska veðráttan sem gerir þig þunnan og veikan...í köb verður maður ekki þunnur og ekki veikur...verður samt kannski stundum þunnur...pottþétt ekki jafn oft og á Íslandi...bibban segir kút