fimmtudagur, 13. mars 2008

Vá...

hvað það er gott að hætta bara einum tíma fyrr í vinnunni. Gerði það bæði í gær og í dag.
Í gær var það reyndar af því að við áttum leikhúsmiða. Fengum M&P með okkur að sjá Ivanov sem okkur þótti öllum mjög skemmtileg sýning. Nú erum við búin að sjá bæði bíómyndina og leikritið eins og við ákváðum þegar við heyrðum af þessu í útvarpinu yfir morgunverðarborðinu einhvern daginn á meðan við vorum í Calgary.

Í dag áttum við hinsvegar ekki leikhúsmiða. Vinnuvélin sem ég var að nota í vinnunni í dag varð bara rafmagnslaus og þessvegna ekki mikið hægt að halda áfram, svo ég dreif mig bara á Súfistann í einn bjór með Júlíu.
Ég er búinn að vera að vinna í að setja upp vinnulýsingu á risastórum vörulager þessa vikuna. Stend einn á vinnulyftu sem fer upp ca. 10 metra og vaggar svolítið við hverja hreyfingu mína. Þar dreg ég út rör og kapla, skrúfa tengla á stálbitana sem halda uppi þakinu og virði fyrir mér fólkið sem er að vinna lagerstörfin, taka saman pantanir, ganga frá vörum og spjalla við kúnnana.

Bless.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Búin að sjá leikritið og myndina, var mjög ánægð með bæði.
Er líka búin að sjá Kommúnuna, mæli með henni, frábærir (og myndalegir) leikarar.....
Kveðja Guðný

Óskar Ingi sagði...

ÞÓRIR!!
Andskotinn, ég vill fá að heyra hvað þú ert að gera af þer. Ég er hiiiiinum megin á hnettinum, þar af leiðandi er ég á hvolfi? Mundu eftir gesta herberginu, það kemur garnagaul úr því, því langar svo í einn Þóri ;) Vona þið hafið það sem best þarna.. :D adios