Ég er ótrúlega stoltur af hundinum okkar, henni Perlu (Tunnan fyrir þá sem þekkja hana undir því dulnefni). Nú hefur hún alla sína hundatíð farið með M&P í vinnuna hjá Í Réttum Ramma og lagt sitt af mörkum. En fyrir u.þ.b. ári skipti Perla um vinnustað.
Frá síðasta sumri hefur hún mætt til vinnu einu húsi frá gamla vinnustaðnum, þ.e.a.s. hjá Tæknivörum, mætir þar samviskusamlega klukkan 9:00 á morgnana og skokkar svo yfir til M&P nokkrum mínútum fyrir fimm til að fá far heim með þeim.
Ég dáist að þessu framtaki hennar.
Annars hef ég lítið gert um helgina. Var aðeins að gramsa í gömlum myndum og fann þessar hérna:
sunnudagur, 4. maí 2008
Stolt og grams.
Birt af
Þórir
kl.
16:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Haha góðar myndir... meeeeemoooriiiiiieeeeesss ladídadadaladídaaaaaa....
Takk sömuleiðis kallinn minn
Ahhh... Good Times :)
Takk fyrir allt. Hlakka til að sjá ykkur í sumar.
ÓJ
hei ertu líka að þakka mér? ég held það og því segji ég takk sömuleiðis!
Já, þú færð líka takk Jakob!
Og takk takk takk!
Spurning um að fótósjoppa mig og Kobba þarna inn?
Skrifa ummæli