mánudagur, 12. október 2009

Nýbylgja

Við hjónin fórum á tónleika í nýja Konserthúsinu í gær. Sáum og heyrðum Nouvelle Vague. Þau voru hress og fengu alla í salnum til að dansa. Afar gaman.

Um helgina rifjuðum við líka upp spilareglurnar við Myllu eða Nine Men's Morris eins og það kallast uppá ensku. Við erum nefnilega svo heppin að eldhúsborðið okkar er með innbyggt bæði taflborð og mylluborð. Mjög skemmtilegt.

Hér má sjá hið afar fjölhæfa eldhúsborð.

5 ummæli:

jonas Valtysson sagði...

Thad vantar takka a lyklabordid thitt.

Þórir sagði...

Jebb... það er samt bara betra.

ingarun sagði...

flott borð sem þið "eigið" ;)

Julia sagði...

Mér þykir gaman að spila myllu við þig, þegar ég vinn.

Nafnlaus sagði...

Hvað er að frétta af ykkur hjónakornunum?
Kv.Guðný