Mig langar bara að benda nýja myndabloggið mitt, myndablogg.blogspot.com. Ég er eiginlega alveg hættur að nenna að skrifa, svo að það eru næstum bara myndir þar. Ef að þið viljið heyra meira um lífið í útlöndum þá erum við komin með heimasíma (sendið mér tölvupóst til að fá númerið).
Tschüss!
mánudagur, 28. nóvember 2011
Myndablogg
Birt af
Þórir
kl.
08:27
0
hress(ar) athugasemd(ir)
þriðjudagur, 15. mars 2011
Til hamingju afi!
Til hamingju afi með að vera kominn í frí!
Birt af
Þórir
kl.
20:47
0
hress(ar) athugasemd(ir)
miðvikudagur, 15. september 2010
Gleði
Ég byrjaði í starfsnámi í dag. Ljósmyndasafn Reykjavíkur tók mér opnum örmum og ég verð þar mestan part veturs. Fyrsti dagurinn fór í að setja upp sýningu Wayne Gudmundsonar, "Sjónarhorn", sem opnar núna á laugardaginn klukkan 15:00 (18. september) á sjöttu hæð Grófarhúss (Tryggvagötu 15, þar sem Borgarbókasafnið er til húsa). Mæli með því að kíkja því þetta eru glæsilegar myndir. Meira um það hér.
Júlía verður áfram í København, vinnur þar öllum stundum í menningarhúsinu Nordatlantens Brygge. Svo treystum við bara á að það verði einhverjir flugmiðar á tilboði í vetur.
Þeir sem vilja, geta svo náð í mig í sama gamla gé ess emm númerinu mínu. Það hefur ekki breyst í 12 ár. Heyrumst.
Birt af
Þórir
kl.
19:40
1 hress(ar) athugasemd(ir)
miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Spaghetti með tómatsósu
Mæli með þessum einfalda rétti.
Birt af
Þórir
kl.
11:36
2
hress(ar) athugasemd(ir)
mánudagur, 21. júní 2010
Hver skrifar svona?
Á laugardaginn fórum við út í hádegismat með vinum okkar. Þegar við komum heim eftir ljúffenga máltíð þá beið okkar póstkort í póstkassanum. Og þó að ekki fari mikið fyrir innihaldinu á kortinu þá er þetta líklega það póstkort sem ég hef rýnt mest í á minni stuttu ævi.Við erum afar forvitin að vita hver sendi okkur þetta skrítna kort. Samkvæmt stimplinum er kortið sent þann 18. júní 2010 frá Kaupmannahöfn. Hver er það sem skrifar ekkert í þennan stóra auða dálk til vinstri? Hver skrifar eftirnöfn okkar beggja en notar ekki íslenska stafi þar? Og af hverju er Æ-inu í Ægirsgade skipt upp í A og E en jafnframt notað ø í København? Og hver sendir póstkort með myndum af hóteli í Bern? Skrítið, ekki satt?
Vísbendingar óskast.
Birt af
Þórir
kl.
21:18
0
hress(ar) athugasemd(ir)
mánudagur, 24. maí 2010
Góðir gestir.
Mathilde, Peter, Morten, Jonas og Katla kíktu í mat á Ægisgötuna í gærkvöld. Lambalæri, skyrterta, klodsmajor, jungle speed, bingo, plötur, súkkulaði rúsínur og tvær rauðvínsflöskur á mann. Ikke så tosset!
Birt af
Þórir
kl.
13:37
0
hress(ar) athugasemd(ir)
miðvikudagur, 19. maí 2010
Sig mig engang, hvad er det du beskæftiger dig med?
Ég er enn atvinnulaus. Hef þó fengið smá að gera í lausamennsku, t.d. á vegum Hróarskelduhátíðarinnar við að setja þetta flykki upp víðsvegar á SjálandiÞessi gámur er náttúruvænt raforkuver sem er sett upp á hátíðarsvæðinu hvert ár og þess á milli víðsvegar um landið til þess að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum og hátíðinni sjálfri.
Sólarrafhlöður, vindmyllur, æfingahjól og rafstöð sem gengur á bíódísel. Sniðugt apparat. Þarna getur fólk hlaðið símana sína, soðið vatn, hlustað á útvarp og ýmislegt annað.
Annars vorum við hjónin að versla okkur far til Íslands í sumar. Lendum á Seyðisfirði þann 15. júlí. Fljúgum svo líklegast heim 2. ágúst. Sjáumst!
Birt af
Þórir
kl.
10:26
0
hress(ar) athugasemd(ir)