Jæja. Þá er næstum akkúrat vika í að ég fljúgi til Calgary.
Ein vika = 7 dagar = 168 klst. = 10.080 mín.
Það er ekkert svo slæmt...
Á þessarri viku ætla ég að vinna, pakka dótinu mínu í 3 skiptið á einum mánuði, kíkja á Copenhagen International Film Festival og kveðja Køben og vini. Ætla að smala sem flestum á McKluud á eitt gott loka fimmtudagsfyllerí með dynjandi músík úr besta glymskratta borgarinnar.
Svo flýg ég til London á laugardaginn næsta klukkan 12:00 og þaðan beint til Calgary. Held að það sé svona ca. 10 tíma flug. Næstum jafn langt og flugið sem ég tók til Tokyo í vor.
Það er nú meira helv... flakkið á manni!
laugardagur, 22. september 2007
10.120 mínútur akkúrat núna!
Birt af
Þórir
kl.
09:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ojjj... McKludd... Danmörk...
En hey, ég elska þig kúturinn minn.
Kveðja
Diðrik
Hvað ertu eiginlega að fara að gera í Kanada???
Já Júlía, ef ég ætti 213 danskar krónur fyrir hvert skipti sem ég hef heyrt þessa spurningu þá ætti ég kannski einhvern pening...
Skrifa ummæli