Já, ég er mættur.
Og Kanada skartar sínu fegursta haust pússi fyrir okkur. Við skelltum okkur í göngutúr um háskólasvæðið í gær, fyrsta daginn. Ég held að svæðið sé stærra en póstnúmer 105 í Rvk. Samkvæmt Júlíu þá er þetta víst 40.000 manna samfélag, starfsfólk og nemendur semsagt. Það var reyndar ekki margt fólk á sveimi í gær enda sunnudagur.
Svo röltum við niður að Bowriver sem liggur í gegnum borgina. Ég rétt næ í þessa líka yfirþyrmandi haustliti á svæðinu. Við spáum því að laufin verði fallin fyrir helgi. Skellti inn nokkrum myndum á flickr síðuna mína.
Á eftir erum við svo að flytja af háskólasvæðinu og inní lúxusíbúð í miðbænum. Það er ótrúlegt hvað fátækt námsfólk getur leyft sér! Líka skemmtilegt að fá að flytja svona einusinni í hverri borg sem maður kemur til. Enda er ég mikill áhugamaður um flutninga.
Ég hendi svo inn myndum af íbúðinni bráðlega eftir að við fáum hana afhennta.
Bless
mánudagur, 1. október 2007
O Canada...
Birt af
Þórir
kl.
14:45
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Søknudur frá Køben! Viltu ekki bara skella tér yfir í einn bjór yfir helgina?
hvað eruð þið búin að fara oft í sleik á almannafæri?
hlakka til að sjá myndir úr nýju íbúðinni
Þórir.
Bjór?
Staup?
hvað ertu að gera í kanada?
Skrifa ummæli