Í dag fórum við á listasafn (kemur á óvart!). Reyndar önnur tilraun við þetta tiltekna safn, sem heitir de Young, en á sunnudaginn var snérum við við í innganginum vegna fjölda barna sem var á leiðinni inn. Gengum í staðinn Golden Gate Park á enda, alveg niður að kyrrahafinu.
Reyndar byrjuðum við daginn í japönskum lystigarði við hliðina á safninu. Vorum komin þangað klukkan 9 í morgun því það er frítt á þeim tíma á miðvikudögum. Kannski var aðal ástæðan fyrir því að við dröttuðumst svona snemma á lappir sú að herbergisþjónustan var farin að banka á dyrnar okkar til þess að fá að þrífa.
Af því sem var til sýnis á safninu þótti okkur ljósmyndir eftir David "Chim" Seymour, einum af stofnendum Magnum hópsins, áhugaverðastar.
Auk þess voru sýndar aldagamlar styttur og steinhögg frá mið- og suður ameríku, túrkmensk teppi, nýaldarlist og o.fl. o.fl. o.fl.
Eftir safnið brunuðum við í hálfrar aldar gömlum sporvagni niður í Castro, aðal homma- og lesbíuhverfið, til að kíkja á þýskt kvikmyndafestival. Ég held að þetta sé fjórða bíóið sem við prófum hérna í Frisco.
Þriðja bíóið var heimsótt fyrir helgi. Red Vic Movie House er rekið af gömlum hippavinahóp og er svaka kósý. Þar sátum við á afskaplega þægilegum bekkjum, átum popp úr tréskál og horfðum á Darjeeling Limited í annað skiptið.
Í öðrum fréttum get ég sagt ykkur að borgin er undirlögð af MacNördum sem eru að spóka sig á MacWorld ráðstefnunni. Tókum eftir því í gær þegar við heimsóttum Yerba Buena Center for the Arts.
Svo kom Júlía mér á óvart með því að finna opnun á sýningu Kathrine Westerhout. Hún hefur verið að taka myndir í byggingum í Detroit. Frekar flott ljósmyndasýning og eiginlega sú merkilegasta sem við höfum séð hérna í borginni. Klaufinn ég hellti þó næstum fullu rauðvínsglasi á risastóra mynd, ég held að það hafi ekki munað nema u.þ.b. 13 sentimetrum. Það sést kannski á þessarri mynd þar sem ég er að þrífa upp eftir mig. Ég skammaðist mín svo mikið að ég þorði ekki að biðja um meira...
En nú er tími til kominn að klára bjórinn sinn, skella sér á møntvask og spila Puzzle Bubble á meðan fötin snúast sína hringi í þvottavél og þurrkara...
* Tschüss
fimmtudagur, 17. janúar 2008
"Hvað er að frétta?"
Birt af Þórir kl. 00:42
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
það var uppi fótur og fit hér á ballumgade í fyrradag þegar MacWorld stóð sem hæðst. það var þriðji Maccinn, iMac 24", að bætast í Ballumgade familíuna (reyndar var það au pairið okkar sem var að fá sér hana) og svo er Bragi veikur fyrir MacBook Air. Svo tókum við syrpu í að horfa á "Hi I'm a Mac, and hi I'm a PC" auglýsingarnar. Þær eru bara svo mikil snilld:)
hlakka til að sjá ykkur
Skrifa ummæli