Laugardagurinn var ansi líflegur eins og sjá má á blogginu hennar Júlíu en síðan þá höfum verið veik!
Það fór ekki alveg nógu vel með þéttskipulagt dagatalið okkar en í staðinn náðum reyndar að hlusta á einn leik af íslenskum handbolta og horfa á tvo af amerískum handbolta. Niðurstaðan er að Íslendingar fara áfram í milliriðil á evópumótinu og að New England Patriots og New York Giants mætast í Super Bowl í febrúar. Þar höldum við með Tom Brady og Föðurlandsvinunum hans.
Eftir þennan íþrótta- og veikindadag var það pizza og svefn og í nótt fengum við svo fjórðu brunabjölluna á fimm dögum. Þurftum að stökkva í föt, grípa tölvurnar og vegabréfin og hlaupa niður 10 hæðir til þess að horfa á slökkviliðið koma og fara einusinni enn.
Ég held að sökkviliðsmennirnir hafi þó verið töluvert pirraðri en við, þeir þurftu að stökkva frammúr og í stígvél, búning, hjálm og reykköfunargalla og grípa svo með sér axir og kúbein þegar þeir hoppuðu uppí trukkinn til þess eins að standa með ca. 50 ungmennum í anddyrinu á Cosmo byggingunni.
Dagurinn í dag er hinsvegar stjórnmála- og veikindadagur. Erum búin að skemmta okkur vel yfir svikamyllunni í borgarstjórninni, fatakaupum framsóknarmanna og svo í kvöld er debat á CNN á milli frambjóðenda demókrataflokksins hérna í BNA.
Gífurleg spenna þessa dagana!
þriðjudagur, 22. janúar 2008
Martin Luther King Jr. Holiday
Birt af Þórir kl. 01:05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þið verðið að hætta að reykja í rúminu!! Ég er nokkuð viss um að það fari að kveikna í mér úr hita! Heilsa
Skrifa ummæli