Já. Núna erum við loksins komin í gegnum klukkutíma prósessinn sem að fylgir því að komast inn á amerískan flugvöll.
Við eyddum öllu gærkvöldinu í að pakka. Skutumst í mexíkanahverfið í gær og keyptum hræódýra tösku í kínabúð. Þegar við vorum svo búin að pakka vel í hana þá langaði Júlíu að taka aðeins í hana til að finna hversu þung hún væri. Hún var búin að lyfta henni u.þ.b. 13 cm þegar saumurinn á annarri hliðinni gaf sig og dótið flæddi út. Svitinn spratt framm og við sáum frammá að skilja allt draslið eftir því að klukkan var tíu og hvergi töskubúð opin á þeim tíma. Það eina sem okkur datt í hug var að fixa þessa töskudruslu hvað sem það kostaði.
Stukkum útí súpermarkað að versla viðgerðarefni... nál, ofur-tvinna, Duct tape, töskubönd og sourcream & onion Pringles. Allt þetta kostaði náttúrulega helmingi meira en töskufjandinn.
Tveim tímum síðar var hálf teiprúllan komin á töskuna og búið að sauma botninn með áttföldum ofur-tvinna og við gátum farið að stafla aftur í helvítið.
Þegar við komum á flugvöllinn klukkan sjö í morgun (níu tímum eftir töskusjokkið) var einungis boðið uppá sjálfsþjónustu innritun en þó með aðstoð starfsfólks. Þegar kom að því að vigta töskurnar flaug 70 lítra bakpokinn okkar í gegn en nýja Mexíkó/Kína/Duct-tape taskan stoppaði á viktinni tíu kílóum of þung. Þá var um tvennt að velja; borga ofurháa sekt fyrir að vera með of þunga tösku eða endurpakka með einhverju móti. Við ákváðum að endurpakka undir ströngu eftirliti innritunardömurnar og leyfa röðinni fyrir aftan að blóta okkur aðeins. Nú er bara að bíða og vona að límbandið haldi alla leið til Calgary. Þar ætlum við kaupa aðra tösku.
Eftir þetta farangurs ævintýri fengum við að sjálfsögðu sérmeðferð í öryggishliðinu. Fyrst þurftum við að standa til hliðar á meðan innanlandsfarþegar streymdu í gegn. Síðan fengum við að setja allt dótið okkar og skó í öðruvísi kassa en allir aðrir.
Hinumegin við málmleitarhliðið þurftum við svo aftur að bíða til hliðar á meðan dótið okkar var fært á milli borða og næstum úr augsýn. Loksins var okkur hleypt út úr þessu afmarkaða svæði sem við héngum í og þá tók einhvers konar öryggisklefi við. Það stóð ekkert á því og enginn sagði okkur hvað það gerir en við þurftum allavega að standa inni í því í ca. mínútu á meðan það blés á okkur lofti og sagði okkur að bíða.
Útum hliðið og að dótinu okkar þar sem við fengum að fylgjast með starfsmanni þessa frjálsa ríkis opna allan handfarangurinn okkar og strjúka allt draslið með litlum hvítum miðum sem hann setti svo inn í einhvað risa tæki sem að við vitum heldur ekkert hvað gerir. Að lokum fengum við svo að fara aftur í skó og peysur, setja á okkur beltin og raða öllum handfarangrinum aftur í töskurnar. Ótrúlega fljótvirkt og hentugt kerfi fyrir fólk á ferðalagi.
Þetta er næstum því jafn mikill skrípaleikur og þegar við stoppuðum á rútustöðinni í Portland á leiðinni hingað til San Francisco. En það er önnur saga. Við ætlum aldrei aftur til móðursjúkrar Ameríku!
UPPFÆRSLA:
Við erum komin til Calgary, töskutuðran meikaði það alla leið og við krossleggjum fingur fyrir flugið yfir Atlantshafið því við nenntum ekki að kaupa aðra tösku í dag.
Samkvæmt lókalnum erum við víst verulega heppin því að síðustu tvo daga hefur hitastigið á svæðinu verið um -45°C en í dag er það bara um -25°C. Barasta hin ljúfasta hitabylgja.
Calgary er æði, þó hún sé köld.
fimmtudagur, 31. janúar 2008
Öryggi?
Birt af
Þórir
kl.
04:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Flandrið á ykkur, það verður ljúft að fljúga næst bara frá Danmörku til Íslands.
Hlökkum til að fara að fá ykkur heim! Ingvar og Vigdís.
Jæja, til hamingju með daginn í Malasíu, ekki viss um að hann sé kominn í Canada en samt komin semi á Íslandi - Hérna er allavega sól svo ég giska að þú hafir verið góður strákur :D
Til Hamingju með afmælið Þórir. Þú ert hvergi að sjá og svo er ég hættur með MSN. Þú ert náttúrulega væntanlegur um helgina þannig að sé rassgatið á þér þá og óska þér til hamingju auga fyrir auga.
Skrifa ummæli