fimmtudagur, 29. maí 2008

Hamingjan er...

Ég held því fram að hamingjan sé fólgin í því að eiga ónotaðan flugmiða og hamingjukúrvan fer bara uppávið eftir því sem styttist í brottför (sjá "Graf 1").

Graf 1.

Því má segja að við Júlía höfum verið að fjárfesta í fyrradag þegar við pöntuðum far til Kaupmannahafnar. Við fljúgum frá KEF til CPH þann 13. júní og ætlum að tjilla í Køben í ca. viku. Svo ætlum við að skjótast með lest til Berlínar að æfa okkur í þýskunni og heimsækja Rut, Stebba og Úlf í leiðinni. Komum heim þann 24.

Svo er líklega best að kaupa sér annan miða áður en maður leggur af stað í þessa ferð til þess að viðhalda hamingjunni (sjá "Graf 2").

Graf 2.

Heyrumst...

8 ummæli:

jakobsson sagði...

hæ það væri gaman að hitta ykkur. ég fer til íslands daginn eftir(14.) bjallaðu á mig, ég verð búinn með skólann og svona...hugsanlega tekinn einfaldur öl

Nafnlaus sagði...

ahha fjandinn... hvernig nenntirðu þessu

Þórir sagði...

Já Kobbi... auðvitað verðum við að kíkja saman í einn øl. Og engar áhyggjur, við verðum ekki í Hafnarfirði um alla eilífð. Stefnan tekin á að flytja út.

Og Siggi, þessu nennir maður eftir að enda internetsins er náð. Fann ekkert fleira áhugavert þar svo ég gat alveg tekið létta PS æfingu.

Nafnlaus sagði...

um að gera að halda sér við í ECON dr. Chan, sælla minninga.

Óskar Ingi sagði...

Spurning um að cross tabúleita þetta við mögulegt verð bensíns og nammis?

Nafnlaus sagði...

tótó rólegur

Nafnlaus sagði...

Jei mér líst rosalega vel á þetta plan....allt saman...ég er klárlega í kúrfu eitt akkúrat núna! bibba á Hamingjustræti

Nafnlaus sagði...

Jeijjj er loksins að uppgötva aftur síðuna þína :) Góða ferð og skemmtun :) EN "Bragi" minn ég finn ekki aftur myndasíðuna þína sem ég var að skoða þegar þið voruð hér!!!!

Þið takið nú nokkur skot fyrir mig í Dk :)

Kveðja úr B-37 :)