Jæja... enn einum 7:30-20:30 vinnudeginum lokið. Sæji það fyrir mér í dönsku þjóðfélagi.
Svo heyrði ég þessa skítugu setningu útundan mér rétt áður en ég steig útúr yðrum tölvuskáps sem ég er að tengja.
"Einn brandara svona í lokin, þá getur dagurinn klárast. Hann má vera um útlendinga!"
Eru allir Íslendingar að breytast í asna eða eru það bara verkamenn?
Við eyddum síðustu tveimur helgum í heimsóknir á Sauðárkrók og Flateyri. Góð bæjarfélög það og mjög ljúft að kíkja á stemmninguna þar. Takk fyrir okkur Gógó, Pétur, Margrét og Bergljót á Króknum og allir á Flateyri.
Svo er 100 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar um helgina. Dagskráin (sem er sko ekki af verri endanum) hefst á morgun og stendur fram á sunnudagskvöld svo endilega kíkið við. Ef þið komið að tómu húsi þá bara hringið þið því ég held að við förum ekkert út fyrir bæjarmörkin um helgina.
Sjáumst.
miðvikudagur, 28. maí 2008
Arbejd, arbejd...
Birt af
Þórir
kl.
21:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
mér finnst þú vera búinn að koma þér alltof vel fyrir í hafnafirði. hef vissar áhyggjur af þér
Skrifa ummæli