Ég átti afmæli síðasta föstudag. Bauð vinum og bekkjarfélögum heim í heimabakaðar pizzur. Rosa fjör. Leynigestur lét sjá sig. Dansinn dunaði. Skóför fundust á stólum daginn eftir. Enduðum á Café Bryggeriet sem er næsta knæpa. Þar er karaoke sem við nýttum okkur. Lagalistinn innihélt m.a. Carrie, Bohemian Rhapsody og Happy Birthday í útgáfu Stevie Wonder. Ekki amalegt það.
Laugardagurinn var ekki jafn ljúfur, allavega ekki fyrir kvöldmat. Skaust þó í bíó með Óla og Sigrid um kvöldið. Fórum í Vester Vov Vov að sjá hina geysiáhugaverðu "Låt den rätte komma in", sem er sænsk vampírumynd. Kíktum síðan við á Konya Kebab, sem er ekki af verra taginu. Mæli með shawarma dürüm uden løg. Gaman að hitta Óla og Sigrid, en það gerist alltof sjaldan því að hann býr í Prag og hún býr í Viborg. Á milli þeirra eru ca. 781 km.
Sunnudagurinn fór í tiltekt, auk þess sem við kíktum í Statens Museum for Kunst. Þar lentum við óvænt inní síðasta atriði Vinterjazz hátíðarinnar, tríó Jacobs Fischer. Þeir félagar stóðu fyrir sínu og við fórum hæstánægð heim þar sem við enduðum helgina á videokvöldi.
Í dag notaði ég svo fyrsta hluta afmælisgjafarinnar frá eiginkonunni. Bauð henni með mér á tónleika með Islands á Lille Vega. Hlakka til næsta hluta, helgarferð til Prag þann 12. mars. Þriðji og síðasti hlutinn verður svo The Whitest Boy Alive á Store Vega þann 25. apríl!
Takk fyrir allar afmæliskveðjur og -hugskeyti.
þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Afmælishelgi
Birt af
Þórir
kl.
21:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Til lukku með afmælið, greinilega góður afmælisdagur, og það er nú meira hvað eiginkonan dekrar við þig! Kysstu hana frá mér.
Kv.Guðný
Frábær pakki frá konunni og gaman að sjá að þið eruð að njóta lífsins þessa dagana..
kossar og knúsar
Vala
OK....þá er það alveg á hreinu...ég skipti ást minni á gnúsa út fyrir ást mína á Cafe bryggeriet...eða svona næstum...uppáhaldsbarinn okkar er með homepage...
Jeg á ekki ORÐ
kveðja af S15
Hejsa!
langt síðan ég hef kíkt hérna inn en gaman að fylgjast aðeins með ykkur. Hjartanlegar hamingjuóskir á afmælisdaginn um daginn :). Við biðjum kærlega að heilsa ykkur.
kv. Eva og Gunni
Skrifa ummæli