þriðjudagur, 3. febrúar 2009

"Okay, campers, rise and shine, and don't forget your booties 'cause it's cooooold out there today."

Í tilefni af því að 2. febrúar er Groundhog Day eyddum við hluta gærkvöldsins í að horfa á samnefnda bíómynd með Bill Murray í aðalhlutverki. Því fylgdi að vanda mikill hlátur, en afleiðingarnar eru þó þær að við erum bæði með "I Got You Babe" á heilanum, sem getur varla talist mikill kostur.

Annars virðist febrúar ekki ætla að brydda uppá neinu nýju, endurtekið efni frá janúar, svipað og endurteknir Múrmeldýrsdagar. Meðal þessa eru viðvarandi flensa Júlíu, vikuleg skil í skólanum, þvottahúsið á föstudögum og óþolandi grár vetrarhiminn dag eftir dag.
Veturinn er þó ekki alslæmur því að honum fylgir stóraukin rauðvínsneysla, kertaljós og nokkur baksturskvöld.

Kveðja úr Baunalandi

p.s. Var að bæta við smá uppskriftadálk sem má finna
<--- hér til hliðar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég elska auknu rauðvínsleynsluna...það er sko vel hægt að masa yfir masi!
kveðja handana hornsins...
og geturu ekki bakað eitthvað fyrir júlíu svo hún verði frísk?

Vala sagði...

Heyrðu nú mig....talandi um uppskriftir

Eitthvað er ég með litlu kokkabókina þína heima hjá múttu her á klakanum. Held jafnvel að ég hafi tekið hana heim þegar við bjuggum saman á Admiralgade og drattast með hana til Íslands - svo til dk til að skila þér henni þar sem hún bjó á Plantevej og svo Amager og svo aftur til Íslands þegar ég flutti þangað og þú varst í Canada...tækifærin til að skila henni voru sko alveg nógu mörg...hehemm

Svo að já...hún er hjá mér:)

Nafnlaus sagði...

Svona eiga húsfeður að vera, deila uppskriftum með öðrum.
Hvenær koma coctail uppskriftirnar?
Mamma þín er verulega stolt af syni sínum núna.
Afmæliskveðjur af Hverfisgötunni.

Nafnlaus sagði...

goodshit hver var leynigesturinn?

Nafnlaus sagði...

vó komentaði í vitlausa færslu þetta átti að fara í afmælisfærsluna