Ég byrjaði í starfsnámi í dag. Ljósmyndasafn Reykjavíkur tók mér opnum örmum og ég verð þar mestan part veturs. Fyrsti dagurinn fór í að setja upp sýningu Wayne Gudmundsonar, "Sjónarhorn", sem opnar núna á laugardaginn klukkan 15:00 (18. september) á sjöttu hæð Grófarhúss (Tryggvagötu 15, þar sem Borgarbókasafnið er til húsa). Mæli með því að kíkja því þetta eru glæsilegar myndir. Meira um það hér.
Júlía verður áfram í København, vinnur þar öllum stundum í menningarhúsinu Nordatlantens Brygge. Svo treystum við bara á að það verði einhverjir flugmiðar á tilboði í vetur.
Þeir sem vilja, geta svo náð í mig í sama gamla gé ess emm númerinu mínu. Það hefur ekki breyst í 12 ár. Heyrumst.
miðvikudagur, 15. september 2010
Gleði
Birt af
Þórir
kl.
19:40
1 hress(ar) athugasemd(ir)
miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Spaghetti með tómatsósu
Mæli með þessum einfalda rétti.
Birt af
Þórir
kl.
11:36
2
hress(ar) athugasemd(ir)
mánudagur, 21. júní 2010
Hver skrifar svona?
Á laugardaginn fórum við út í hádegismat með vinum okkar. Þegar við komum heim eftir ljúffenga máltíð þá beið okkar póstkort í póstkassanum. Og þó að ekki fari mikið fyrir innihaldinu á kortinu þá er þetta líklega það póstkort sem ég hef rýnt mest í á minni stuttu ævi.Við erum afar forvitin að vita hver sendi okkur þetta skrítna kort. Samkvæmt stimplinum er kortið sent þann 18. júní 2010 frá Kaupmannahöfn. Hver er það sem skrifar ekkert í þennan stóra auða dálk til vinstri? Hver skrifar eftirnöfn okkar beggja en notar ekki íslenska stafi þar? Og af hverju er Æ-inu í Ægirsgade skipt upp í A og E en jafnframt notað ø í København? Og hver sendir póstkort með myndum af hóteli í Bern? Skrítið, ekki satt?
Vísbendingar óskast.
Birt af
Þórir
kl.
21:18
0
hress(ar) athugasemd(ir)
mánudagur, 24. maí 2010
Góðir gestir.
Mathilde, Peter, Morten, Jonas og Katla kíktu í mat á Ægisgötuna í gærkvöld. Lambalæri, skyrterta, klodsmajor, jungle speed, bingo, plötur, súkkulaði rúsínur og tvær rauðvínsflöskur á mann. Ikke så tosset!
Birt af
Þórir
kl.
13:37
0
hress(ar) athugasemd(ir)
miðvikudagur, 19. maí 2010
Sig mig engang, hvad er det du beskæftiger dig med?
Ég er enn atvinnulaus. Hef þó fengið smá að gera í lausamennsku, t.d. á vegum Hróarskelduhátíðarinnar við að setja þetta flykki upp víðsvegar á SjálandiÞessi gámur er náttúruvænt raforkuver sem er sett upp á hátíðarsvæðinu hvert ár og þess á milli víðsvegar um landið til þess að vekja athygli á endurnýjanlegum orkugjöfum og hátíðinni sjálfri.
Sólarrafhlöður, vindmyllur, æfingahjól og rafstöð sem gengur á bíódísel. Sniðugt apparat. Þarna getur fólk hlaðið símana sína, soðið vatn, hlustað á útvarp og ýmislegt annað.
Annars vorum við hjónin að versla okkur far til Íslands í sumar. Lendum á Seyðisfirði þann 15. júlí. Fljúgum svo líklegast heim 2. ágúst. Sjáumst!
Birt af
Þórir
kl.
10:26
0
hress(ar) athugasemd(ir)
föstudagur, 14. maí 2010
Frí ?!?
Danir eru hrifnir af fríum. Þeir eru ófáir frídagarnir á vormánuðum.
Fyrir stuttu var Stóri Bænadagur. Þá fær þjóðin frí til að sameinast í bæn.
Í gær var Kristi Himmelfartsdag. Þá er frí og allir gera eitthvað skemmtilegt, til dæmis að:
- hlusta á Dylan og leysa sudoku á meðan þvotturinn snýst í hringi í þvottavél, þeytivindu og þurrkara
- borða kebab á Kebabistan
- kíkja á opnun ljósmyndasýningar í Kødbyen og drekka þar rauðvín
- tæma nokkrar flöskur á Jolene
- taka sveiflu á Blasen

Í dag er svo föstudagurinn eftir Kristi Himmelfartsdag. Þennan föstudag kýs ég að kalla Stóra Skrópdag því að þetta er óopinber frídagur. Reyndar kalla þeir þessa helgi "Miniferien" eða Smáfríið, fjögurra daga helgi sem byrjaði í gær. Skólar eru allir lokaðir og flest öll fyrirtæki. En pósturinn stendur sína pligt í dag og fær sér kebab í hádeginu eins og flesta aðra daga.

Birt af
Þórir
kl.
11:04
2
hress(ar) athugasemd(ir)
þriðjudagur, 9. mars 2010
2010 so far...
Þetta er það sem ég man eftir akkúrat núna.
7 bækur og 43 kvikmyndir á 68 dögum. Það er alveg eðlilegt er það ekki?
Mæling heimsins
Eitt sinn gangster, ávallt gangster
Vegurinn
Samkvæmisleikir
Handbók um hugarfar kúa
Kvinden flytter ind
Skuggamyndir úr ferðalagi
(500) Days of Summer
4 Months, 3 Weeks, 2 Days
12:08 East of Bucharest
A Serious Man
Away we go
Babel
The Big Lebowski
Clerks 2
Death at a Funeral
Departures
District 9
Draumalandið
Du Levande
Fargo
Generation Kill
Hallam Foe
Hot Fuzz
In the Loop
The Informant!
La Jetée
Lars and the Real Girl
Mammoth
Moon
New York I Love You
Night on Earth
Office Space
Patriot Games
The Prestige
Public Enemies
Run Fat Boy Run
Sleuth
Solaris
Star Trek
Star Wars
Strangers on a Train
Sweet Smell of Success
The Taking of Pelham One Two Tree
Three Days of the Condor
The Time Travelers Wife
Up
Up in the Air
Whatever Works
Zombieland
Birt af
Þórir
kl.
11:56
2
hress(ar) athugasemd(ir)
þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Þvottadagur
Ég er nú almennt ekki mikið fyrir heimilisstörf en það fellur þó í minn hlut að þvo þvott á okkar heimili. Yfirleitt eru þetta tveir fullir IKEA pokar sem ég burðast með niður á þvottahúsið á næsta horni. Þar nota ég tímann yfirleitt í að lesa, hlusta á tónlist og fylgjast með öllu hinu skrítna fólkinu sem er líka að þvo sinn þvott. Þetta er ca. tveggja tíma ferli á 10 daga fresti, eða þegar annað hvort okkar er búið að nota allar hreinu nærbuxurnar eða sokkana sína. Sem sagt ekki alslæmt.
En nú eru liðnir talsvert fleiri en 10 dagar síðan ég þvoði síðast. Mér detta í hug tvær ástæður fyrir því, ég veit ekki hvor er líklegri. Önnur er sú að ég fjárfesti í bæði sokkum og nærbuxum í mánuðinum.
Hin er sú að síðast þegar ég var að rogast heim með pokana úr þvottahúsinu þá var pikkað í bakið á mér og ég spurður með afar sterkum hreim: "Min ven, min ven. Hvor er din fru?!?" Mér brá dálítið og snéri mér við og sá þá tvo saminnflytjendur mína af talsvert austurlenskari ættum en ég. "Hun er på arbejde." svaraði ég sakleysislega. Þá hristu þeir báðir hausinn og sá sem hafði spurt mig áður sagði með mikilli sannfæringu: "Det går ikke, min ven." Svo gengu þeir inn í næstu sjoppu. Og ég hef ekki þvegið síðan.
Birt af
Þórir
kl.
15:46
5
hress(ar) athugasemd(ir)
sunnudagur, 31. janúar 2010
fimmtudagur, 7. janúar 2010
Mig vantar vinnu!
Er aftur kominn á fullt í atvinnuleit. Fór í viðtal hjá ríkisreknum ráðgjafa í dag. Hún sagði mér með brosi á vör að Google væri besti vinur minn í þessari erfiðu leit að starfi. Það þótti mér sorglegt að heyra og varð leiður...
Birt af
Þórir
kl.
17:43
2
hress(ar) athugasemd(ir)