fimmtudagur, 13. desember 2007

7 dagar

Þá er bara vika þangað til að við leggjum í hann til San Francisco. Við erum búin að fá pössun fyrir ferðatöskurnar okkar í einn og hálfan mánuð en bakpokarnir fá að koma með til Kaliforníu.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá eigum við eftir að gera slatta í Calgary. Við erum búin að ákveða að taka okkur göngutúr um einhvern hluta þessum 16 km sem +15 kerfið spannar og tengir flest allar byggingarnar í miðbænum.
Einnig ætlum við að kíkja í Ólympíu garðinn að skoða skíðastökkpalla og bobsleðabrautina frægu, leika okkur aðeins í Childrens Creative Museum, borða Serious Steak á Chicago Chophouse, koma við í bókabúðunum Pages og Wee Book Inn, fá okkur kaffi og taka myndir á Beano (uppáhalds kaffihúsinu okkar), taka lokapróf í krullunni, kíkja í bíó á The Plaza og fá okkur bjór á slökkviliðsstöð sem hefur verið breytt í bar.

Við fórum í bíó um daginn að sjá nýju Wes Anderson myndina, The Darjeeling Limited, og vorum afar sátt við hana. Júlía hafði aldrei séð neitt frá honum Wes áður og heimtaði meira svo að við horfðum á The Life Aquatic kvöldið eftir. Hún svaf yfir fyrri helmingnum af henni þannig að hún var ekki alveg jafn hrifin og eftir bíóferðina.

Í dag las ég Leyndarmálið hans Pabba sem mamma og pabbi voru svo elskuleg að senda okkur. Frekar skemmtileg og flott myndskreytt bók eftir Þórarinn Leifsson. Ábyggilega Nóbelsverðlauna efni eins og bókin sem ég byrjaði á strax á eftir, Snow Country eftir Yasunari Kawabata. Diðrik heldur ekki vatni yfir henni þannig að ég verð víst að kíkja á hana.
Annars eru allar hirslur að fyllast af bókum á litla heimilinu okkar, ég held að það liggji þrjár eða fjórar á náttborðinu eins og er. Júlía les ekkert annað en skólabækur þessa dagana en ég er að hamast við að klára eitthvað af þessu áður en við skjótumst suður í sæluna með hinum farfuglunum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

er samt ekki kalt í kaliforníu núna?

Þórir sagði...

ég býst við að það sé ekki kalt miðað við Calgary...

Nafnlaus sagði...

o hvað ég öfunda ykkur að vera að fara í bakpokaferðalag, hef aldrei prófað svoleiðis.

takk fyrir annie smsið júlía.

sakni sakn:.)

Nafnlaus sagði...

Mig langar til Kaliforníu og í bakpokaferðalag og eyða peningum sem ég á ekki.

Sendu mér nú póstkort frá Kaliforníu. Og kannski líka eitt með mynd af "all the sluts in vegas!"

jakobsson sagði...

já, ég vil líka svona póstkort. kannski með aðeins fleiri orðum en seinast...