sunnudagur, 9. desember 2007

Krulludagurinn mikli...

var í gær. Við mættum á tveggja tíma æfingu um fimm leytið og í lok hennar fengum við mikið hrós fyrir framfarirnar. Strákaliðið vann aftur en Júlía var 2 cm frá því að stela sigrinum með síðasta steininum.
Svo skelltum við okkur á krullubarinn í bjór og burger með nokkrum samnemendum, þeim Lauru, Ron og Vicki.

Laura þurfti samt að fara snemma því að hún átti eftir að kaupa jólakalkúninn og gjafakort í verslunarmiðstöðina handa börnunum sínum í jólagjöf (krakkarnir fara svo kl. 7 á annan í jólum og versla frá sér allt vit) og ætlaði að gera það áður en hún skellti sér í háttinn. Hún þurfti nefnilega að vakna klukkan 6 til að bera út póst. Hún er búin að vinna hjá póstinum í 30 ár (frá því að hún var 18 ára) og stefnir á að fara á eftirlaun eftir 2 ár.

Ron og Vicki eru hinsvegar um 60-65 ára og vinna af fullum krafti, Ron var meira að segja að tala um að fara í póstútburðinn þegar að hann fer á eftirlaun.
Þau eru á því að litlu ákvarðanirnar í lífinu skipti mestu máli, þau hittust nefnilega í rútu í Tyrklandi fyrir 20 árum og þar sem þau voru eina einhleypa fólkið í rútunni þá settust þau náttúrulega saman og voru gift ári síðar.

Eftir kvöldmat og könnu af bjór tókum við Júlía svo að okkur International Extreme krullukennslu fyrir Anders og Morten (danska bissnessskólafélaga) og þrettán vini þeirra af ýmsum þjóðernum. Sannkallað crash course þar sem við sýndum alla okkar þriggja vikna reynslu á innan við 10 mín.
Það skilaði misjöfnum árangri (ein stelpan rak kúst í höfuðið á annarri, smá hluti af ísnum brotnaði o.fl.) en flestir virtust skemmta sér vel við að renna steinum og sópa ís, og greinilega nokkrir óslípaðir demantar í þessum hóp.

Eftir krulluna tróð allur hópurinn sér inní tvo bíla og keyrt að næsta bar.

Myndir hér!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður krulludagur - ég er enn að reyna að skilja hvernig okkur tókst að troða 17 manns í tvo bíla!

Nafnlaus sagði...

Þórir, ég reikna með því að þú hafir nú þegar klárað Snow Country. ;)

Ef ekki: ÞÁ ERT ÞÚ STEINDAUÐUR ANDSKOTI NÆST ÞEGAR ÉG HITTI ÞIG!