miðvikudagur, 19. desember 2007

Bitter Sweet Calgary

Topp 5

1. - Calgary Curling Club:
Klúbburinn þar sem ástríðan kviknaði. Og besti bar bæjarins.

2. - Beano Caffe:
Eina kaffihúsið í borginni sem afgreiðir kaffi í bollum en ekki pappaglösum. Frekar næs staður líka.

3. - The Plaza:
Í miðju Kensington. Einn salur. Stórskrýtið starfsfólk. Halloween sýning á Rocky Horror Picture Show. Frábært bíó!

4. - Canada Olympic Park:
20 mín. í lest og 20 mín. í strætó frá miðbænum. Kíktu á skíði eða bretti í brekkunum, skelltu þér á skíðastökksæfingu eða bara beint í adrenalínbombuna sem bobsleðabrautin býður uppá.

5. -
Shaw Internet:
Við höfum hvorugt kynnst annarri eins þjónustu. Fengum fyrsta mánuðinn frítt og svo 35 dalir á mánuði eftir það. Sendum þeim svo e-mail með viku fyrirvara um að við vildum segja þjónustunni upp. Fengum ekkert svar, en þegar við fórum niðrá aðalskrifstofu til þeirra, skjálfandi með næsta reikning í höndunum og tilbúin að grátbiðja þá um að rukka okkur ekki fyrir febrúar, mars og apríl líka, sagði afgreiðslustúlkan okkur að skilaboðin hefðu komist til skila og þjónustan yrði aftengd þann dag sem við höfðum beðið um. Einnig sagði hún okkur að þeir skulduðu okkur peninga fyrir þessa 12 daga sem væru eftir af mánuðinum og að við gætum skilað módeminu þegar við værum búin að nota það og fengið 20 dali fyrir.
3 mánuða þjónusta, fyrsti mánuðurinn frír, síðasta hálfi mánuðurinn endurgreiddur og 20 dalir til baka fyrir módemið. Enduðum með að borga 35 dali fyrir 3 mánuði. Ég sæji það gerast hjá TDC, Cybercity, Símanum eða Vodafone.


Botn 5

1. - +15 walkways:
Göngubrúakerfið sem tengir allar byggingarnar í miðbænum. Fengum okkur göngutúr um það um daginn. Fundum allt fólkið sem ætti að vera úti á götu í miðbænum. Þurrt loftræstiandrúmsloft sem svíður í augun, milljón Starbucks™, ennþá fleiri tannlæknastofur og í raun ekkert annað en stærsta verslunarmiðstöð sem ég hef komið í!

2. - Skemmtanalífið:
Við höfum nokkrum sinnum reynt að fara á bari. Þeir sýna allir sem einn hokkí hverja einustu sekúndu af opnunartímanum. Við reyndum líka að komast inn á klúbb til þess að halda uppá próflok með bekknum hennar Júlíu. Okkur var vísað frá vegna þess að ég var í strigaskóm (NB kolsvörtum adidas).

3. - Bílastæðahús:
Það vinna næstum allir borgarbúar í miðbænum. Það býr hinsvegar næstum enginn þar og afar lítill hluti notar almenningssamgöngur. Þ.a.l. sjást bílastæðahús hvert sem maður lítur.

4. - Mannlífið:
Heimilislaus eða Olíubarón. Ekkert þar á milli.

5. Stórskjás Jólasveinar:
Við fórum í dýragarðinn um daginn. Þar var risastórskjár þar sem Jólasveinninn var í beinni og spjallaði við krakkana. Karen vinkona okkar heldur að þetta sé afar ruglandi fyrir barnaskarann því að það viti öll börn að Jólasveinninn eigi heima í verslunarmiðstöðinni en ekki í dýragarðinum. Við höldum að hann sé bara afar tæknivæddur og noti Skype til þess að netspjalla við skrílinn beint frá Smáralind með hjálp Shaw Internet.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá dk ætti að taka sé kanó til fyrirmyndar hvað varðar internetþjónustu þar sem hún er ENGIn hér í borg...en góða ferð og gleðileg jól...bibban

Kolbrun Yr sagði...

Er hægt að hafa ástríðu fyrir curling? ég veit ekki hversu oft ég hef hlegið að þessari íþrótt:P En góða ferð krúttilíusar hafið það sem allra best og reynið nú að blogga smá á ferðinni. Bannað að skilja mann eftir í kuldanum yfir hátíðirnar.

ljós og friður

-Siggi T og Kolbrún Ýr