Við erum búin að ákveða að flýja þessa ísköldu olíuborg. Þannig að ef þú ert búin(n) að kaupa þér flugmiða til okkar og ætlaðir að koma okkur á óvart um jólin þá mæli ég með að þú seljir hann því við verðum ekki heima. Erum búin að segja upp íbúðinni og kaupa okkur rútumiða til San Francisco, ekki nema 42 klst. keyrsla sem hefst þann 19. des. Búumst við að koma aftur til Calgary um 30. jan.
Annars var önnur krulluæfingin í gær. Myndir hér.
Gleðilegan fyrsta sunnudag í aðventu! Ég er farinn að baka smákökur.
sunnudagur, 2. desember 2007
Hver elskar ekki Greyhound?
Birt af
Þórir
kl.
21:11
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
42 tímar! Þið eruð rugluð. Ætliði þá að eyða tveimur nóttum í rútu? Ég og Rut fórum í rúmlega 20 tíma rútuferð til Prag einu sinni og ég mæli ekkert sérstaklega með því. Munið að taka með ykkur gott teppi og svona uppblásinn, langferða koddakraga og kunna góða bílaleiki, þá verður þetta í lagi.
Er hægt að skrá sig í Krullu á Íslandi? Ef svo er þá ætla ég að skrá mig svo ég geti stofnað lið sem rústar ykkar liði þegar þið komið heim? Ekki? semi
ertu sem sagt að segja mér að það sé von á minna bloggi og myndum frá þér næstu tvo mánuðinna?
djöfull ertu lélegur... hafðu samband ef þú vilt fá e-h info um suður kali..kjappi
Skrifa ummæli