Nokkrar staðreyndir um Calgary, Alberta:
- Meðal hitastig yfir árið er 3.6°C miðað við síðustu 1276 mánuði, eða frá því árið 1881.
- Við höfum einungis fundið eitt kaffihús sem serverar kaffi í bollum en ekki pappaglösum.
- Flest störf í borginni eru í sambandi við olíu- eða gasiðnaðinn. Það eru yfir 800 olíufyrirtæki hérna.
- Borgin er á tímabeltinu GMT -7 sem þýðir að við erum 7 tímum á eftir London og 8 tímum á undan Köben/Berlín/Barcelona/Milano/...
- Á meðal laugardagsgöngutúr útí krulluhöll rekumst við yfirleitt ekki á fleiri en svona 5 manns á gangi (ef ekki eru taldir verkamenn sem eru að byggja háhýsi). Þess má geta að við göngum í gegnum allan miðbæinn eða u.þ.b. 14 blocks norður og 3 blocks austur.
- Það er hægt að ganga innanhús á milli flestra bygginga í miðbænum í gegnum svokölluð +15 gögn sem eru 15 fetum yfir götunum. Þessi göng spanna 16 km og tengja meira en 100 byggingar. Þau eru meðal efnis kvikmyndarinnar WayDownTown, sem gerist í Calgary og fjallar um skrifstofufólk sem lifir í umhverfi þar sem sjaldan þarf að fara út og í stað þess hrærist það í flúrosent birtu, loftræstingarlofti og matarvöllum ("food court", eins og Stjörnutorg, sko). Við höfum ekki ennþá séð þessa mynd en hún virðist vera algjört möst.
- Verslunarmiðstöðvar loka um 7 að kvöldi á sunnudögum í Calgary. Það þykir lítill opnunartími í þessarri heimsálfu.
- Áður en ólympíuleikarnir voru haldnir hérna árið 1988 þá var borgin þekktust fyrir The Calgary Stampede. Það er 10 daga rodeo festival sem er haldið ár hvert, byrjar í annari vikunni í júlí og kallar sjálft sig " The Greatest Outdoor Show on Earth". Þeir eru ekkert að skafa utanaf því hérna í Calgary.
- Í borginni búa u.þ.b. 1.2 milljón manns. Þar af eru 15.500 manns af dönskum ættum. Dansk-Kanadíski klúbburinn í Calgary er staðsettur tveimur götum frá okkur.
- Í miðbænum eru 47.000 bílastæði. Af þeim eru 3.000 sem þarf ekki að borga í á sunnudögum. Ég efast samt um að nokkur nýti sér það.
- Owen Hargreaves er fæddur í Calgary 20. janúar árið 1981. Greyið hann.
Þetta er allt sem ég nenni í bili. Þið fáið kannski meira síðar...
þriðjudagur, 4. desember 2007
Leiðinlegasta borg sem ég hef búið í.
Birt af
Þórir
kl.
23:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Heyrðu, við erum með góðar svalir og fallega sólarupprás á hverjum degi (þegar þú ert sofandi).
En já, okkur þykir ekki leiðinlegt að tala um hvað Calgary er leiðinleg borg!
þið hefðuð aldrei átt að fara....komiði bara heim ! bibban
hahaha besta færslan hingað til! glæsilegt meira svona þórir bravó! meira af grumpy þóri ég sakna hans
Hey! Svo lengi sem þú hefur eitthvað að væla yfir þá er þetta í lagi!
Kveðja úr Rigningarlandi
Óli
Þarna þekki ég þig Þórir.
Velkominn aftur yðar hágöfgi!
Kveðja Diðrik sem lætur tippið angra sig.
Skrifa ummæli