fimmtudagur, 15. nóvember 2007

Ferðasaga: 2. hluti - Nektarströnd og hvítrússar

Eftir að Júlía var búin að fara í ÍSkalda sturtu, og ég í vel heita og góða, röltum við upp tvær "blocks" til að smakka besta kaffi í Vancouver (að mati einhvers blaðs sem ég man ekki hvað heitir) hjá Mario's Coffee Express Ltd. Hann Mario tók sjálfur á móti okkur og skellti í tvo stóra cappuccino. Eftir það vorum við fær í flestan sjó.
Við ákváðum að kíkja á UBC, skólann sem neitaði Júlíu um inngöngu, og röltum til baka að hostelinu til að taka UBC strætóinn sem við höfðum séð þar. Þegar við vorum búin að sitja í strætó í smá stund þá renndi hann náttúrulega framhjá Mario's og stoppaði hinumegin við götuna.

University of British Colombia er RISAstór - u.þ.b. 50.000 nemendur. Við löbbuðum aðeins í gegnum campusinn, kíktum á sundhöllina (bæði karla- og kvennasveitir UBC Dolphins hafa verið háskólameistarar Kanada síðan ég veit ekki hvað) og stúdentafélags bygginguna.
Svo röltum við niður á strönd, að Kyrrahafinu, í gegnum hálfgerðan regnskóg sem er staðsettur þarna við skólann. Eftir góðan göngutúr þar komumst við að því að þetta var nektarströnd. Sem betur fer var enginn þarna til að reka okkur úr spjörunum.

Eftir góðan háskólafílíng kíktum við svo á West 4th Avenue sem við höfðum spottað á leiðinni. Þar splæstum við í frekar góðar núðlur, kíktum á búsáhöld (leynt áhugamál okkar beggja), versluðum belti og kassettur af Hjálpræðishernum og slökuðum á í einni flottustu plötubúð sem við höfum komið í (verst að spilakassasafnið þeirra sést ekki á myndunum úr búðinni).

Eftir þetta búðaráp fórum við svo á The Big Lebowski "audience participation" sýningu í nemendafélagsbíóinu í UBC. Þar mættu margir í sloppum, veiðivestum og meira að segja ein valkyrja og einnig var boðið uppá bjór og hvítarússa.

Þegar heim var komið borðuðum við ógeðslega pizzu og drukkum dýran kanadískan bjór sem þeir vildu þó meina að væri import, kannski vegna þess að hann var frá Nova Scotia og það er ansi langt frá Vancouver.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sprellandi góð ferðasaga í hlutum.... það er gott þið skemmtið ykkur vel, fékk póstkortið í gær.... yndilsegt.... baukurinn er eh súr en kannski kannski..... góða ferð til baka, þessa 18 tíma.... það eru eflasut teknir 3 tímar aukalega fyrir ástina....