11. nóvember ár hvert er Rememberance Day. Þá nælir fólk á sig rauðum gervi blómum, "poppy", til minningar um fallna hermenn og loka fyrri heimstyrjaldarinnar þann 11. nóvember árið 1918.
Við tókum reyndar engann þátt í þessum athöfnum. Fengum okkur bara bestu ostaköku bæjarins með morgunkaffinu á Trees Organic Cafe og skelltum okkur svo á Vancouver Art Gallery. Þar sáum við frekar skemmtilega ljósmyndasýningu eftir Roy Arden, video verk eftir Mark Lewis, málverk eftir Georgiu O'Keeffe og einhverja lókal kúnstnera. Svo var líka svolítið skemmtilegt að hann Roy fékk að velja verk í sýningu úr safni gallerísins.
Eftir þessa hressu menningarbombu borðuðum við svo kínamat á stað sem heitir Oji, röltum í búðir og héngum á Blenz í kaffidrykkju og rommí spilun (Júlía gjörsamlega rústaði mér í spilamennskunni), þar til við fórum á tónleika með Manchester Orchestra og The Annuals á Plaza klúbbnum. Vægast sagt slappir tónleikar. Mikil háskóla angist í gangi hjá meðlimum beggja banda og allir mjög þjakaðir af því að vera ungt fólk. Við stungum af þegar síðara bandið var komið á fjórða lag. Ætluðum að fá okkur crêpes en það var búið að loka búllunni svo við fórum heim í videogláp í staðinn.
Við vöknuðum við slagveður á mánudagsmorgni og aflýstum göngutúrnum upp Grouse Mountain sem við höfðum planað nokkrum dögum áður. Nenntum ekki að ganga tæpa 3Km (með rúmlega 800m hækkun) til þess að blotna inn að skinni og sjá þoku.
Í staðinn skoðuðum við lista og handíða hverfið Granville Island. Ætluðum að skoða Emily Carr Institute of Art and Design sem er staðsettur þar en hann var lokaður vegna Remeberance Day (sem var haldinn deginum áður). Í staðinn fengum við okkur bara að borða og skoðuðum markað þar sem var boðið uppá allskonar fallegt hráefni í hvers kyns mat. Væri alveg til í að geta verslað þar á hverjum degi. Lögðum okkur svo aðeins í afar þægilegum hægindastólum á enn einu kaffihúsinu, með sinn hvorn cappuccinoinn við höndina. Hringdum síðan í pabba, sem átti afmæli. Lenti reyndar í helvíti á jörð þegar ég var að redda klínki í tíkallasímann. Þurfti að fara inní einhvern "Kids Market" sem var ekkert nema dótabúðir og leiktæki fyrir börn. Ég held að mér hafi aldrei liðið jafn illa.
Eftir Granville Island huggulegheitin sigldum við með Aquabus niður í bæ, fengum við okkur langþráðar crêpes, kíktum í Vancover Lookout (þar sem við lærðum meira um Vancouver en við munum nokkruntíman læra um Calgary) og svo borðuðum við á kaiten sushi stað áður en við komum okkur fyrir í Gráhundinum. Þaðan lá leiðin aftur í gegnum Coast Mountains og Rocky Mountains, bæina Kelowna, Salmon Arm, Golden og Banff, tæpir 18 tímar í stappfullri rútu.
Og Júlía rústaði mér enn fremur í rommí á leiðinni.
sunnudagur, 18. nóvember 2007
Ferðasaga: 4. og síðasti hluti
Birt af
Þórir
kl.
18:51
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Matur, matur, matur.... okkur sýnist að þessar ferðir séu bara dulbúnar matarveislur. Ég hef ekki heyrt talað svona mikið um mat síðan að við fórum í okkar frægu gæsaferðir þar sem allt snérist um mat!
Það er gott að vita að þið deilið þessum áhuga á skrýtnum mat og ferðalögum.
Matarkveðjur, Þórispabbi.
sammála síðasta ræðumanni! :)
við fengum okkur að borða... fórum svo á barnamarkað... borðuðum svo... stigum síðan í hundaskít... og fengum okkur að borða eftir það...
hahaha, gott að vita að þið sveltið ekki í Kanadalandi :)
Matur er góður og við búum í landi þar sem "even the poor ones are overweight!" eins og kallinn sagði.
Skrifa ummæli