Af því að við erum nú með tvo stóla og sæmilegt borð fyrir tvo í íbúðinni okkar þá ákváðum við að sjálfsögðu að bjóða fimm manns í mat, sjö í heildina semsagt. Gestirnir koma í kvöld.
Þetta þýðir að við þurfum að fá lánaða 5 stóla hjá hússtjórninni og auk þess nokkra matardiska og hnífapör. Af því að við ákváðum nú eftirréttinn fyrst, íslenskar pönnukökur, þá fannst okkur við hæfi að hafa aðalréttinn í stíl. Mexíkóskar pönnukökur (tortillas) með allskonar gummsi. Fáránlega gott.
Og já, fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér af hverju þetta blogg snýst næstum eingöngu um mat, þá er það vegna þess að ég hef voða lítið annað að skrifa um. Við stöndum sjálf okkur stundum að því að tala um hvað við eigum að hafa í kvöldmat jafnvel áður en við kíkjum á morgunverðinn.
Við fáum reyndar hann Dave, vin minn frá Edmonton, í heimsókn á morgun. Hann ætlar að koma og skoða þessa blessuðu bissnessborg með mér á meðan Júlía liggur yfir skólabókunum og koma svo með okkur á krulluæfingu á laugardaginn. Held reyndar að hann ætli bara að sitja á krullubarnum og hlæja að okkur.
Ætli ég hafi ekki efni í aðra færslu eftir það...
fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Pönnukökuboð
Birt af
Þórir
kl.
19:27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Matur er góður og við búum í landi þar sem "even the poor ones are overweight!" eins og kallinn sagði.
(þetta komment fór líka á síðustu færslu, óvart)
djöfull er ég feginn því að þú linkaðir tortillas inn á wiki, annars hefði ég aldrei vitað hvað það væri..
farðu nú að blogga kall þetta gengur ekki lengur! og myndir takk. bara eitthvað takk..alveg sama hvað.
Skrifa ummæli