föstudagur, 30. nóvember 2007

Squash.... aftur

Júlía rústaði mér í squash... vann báða leikina 3-1. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er ekki góður í þessarri skítugu íþrótt. Samt læt ég alltaf til leiðast að kíkja með henni í skólann og láta rústa mér...

Held að maður ætti að kaupa sér spaða hérna svo ég geti æft mig í laumi og rústað henni einn daginn.

Fórum í útivistarbúð um daginn og langaði að kaupa allt. Það er allt svo ódýrt að maður tapar eiginlega á því að kaupa ekkert. Snjóbuxur, bakpokar, flíspeysur og vesti, fyrstuhjálparsett, prímusar og legghlífar, allt æpir þetta á mann.
Júlía fékk mini-svefnpoka fyrir bakpokaferðalagið í janúar og ég sætti mig við fagurblátt föðurland, því það eru -10°c til -20°c þessa dagana.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bíddu bíddu, fyrst var það Krulla og nú hvað??? Squash? Hver er tilgangurinn í því að slá bolta í vegg? "Vó, geðveikt, ég sló boltanum svo fast í vegginn að hann skoppaði nærrum því uppí loft!"
geðveikt, svona eins geðveik og þegar ég og Hörður æskuvinur minn vorum alltaf að stela hömrum úr vinnuskúrunum í hverfinu til að gá hvort að gras blandist við malbig með því að dreyfa grasinu á malbikið og lemja það nógu oft með hamri.... Díses.

Þórir sagði...

Ertu eitthvað pirraður Diðrik minn? Er eitthvað að hrjá þig? Þú mátt alveg hringja í mig ef þig vantar einhvern að tala við...

Siggi sagði...

Fagurblátt föðurland tælir fallegt fljóð
gerir það betur en nokkurt ástarljóð

botnaðu nú

Kolbrun Yr sagði...

Lyftir upp strákunum fyllir þá hetjumóð
gerir þá graðari en nokkurt hestastóð

Kolbrun Yr sagði...

En í alvörunni Þórir...ég býð þér upp á bjór á Dillon ef þú mætir í þessu!

bið að heilsa Júlíu!

Þórir sagði...

Flettið því niður, undir er góð
mosagræn brók, full af hetjumóð.

oskaringi sagði...

http://youtube.com/watch?v=_kkHHpdMttQ

Nafnlaus sagði...

parf ad athuga:)