Já, við erum að pakka regnfötunum okkar því við erum að fara í helgarferð til Vancouver. Leggjum af stað með Greyhound rútu klukkan 23:15 í kvöld og ferðin tekur u.þ.b. 15 tíma! (Nami, ef þú ert að lesa þetta þá er þessi ferð 5-6 tímum styttri en frá Antwerp til Barcelona)
Ástæðan fyrir því að við tökum rútuna er sú að lestin sem gengur hérna á milli hættir að ganga í lok október. Auk þess höfum við heyrt að það sé hlegið af fólki sem tekur lestina vegna þess hve dýrt og seinlegt það er. En nóg um það!
Við ætlum að eyða helginni í menningunni sem við höfum heyrt af þarna hinumegin við Klettafjöll, t.d. að sjá band sem heitir The Annuals, skoða listagallerý og hönnunarbúðir í Gastown, borða sushi (loksins þegar við vitum að það er ferskur fiskur í boði) og kíkja á 3 Starbucks kaffihús sem eru öll við sömu gatnamótin. Svo er víst planið að ganga á eins og eitt fjall og taka kláf niður.
Annars er lítið að frétta héðan frá Calgary. Olían er komin yfir $98 og það er farið að frysta.
miðvikudagur, 7. nóvember 2007
"It rains a lot in Vancouver, especially during the winters..."
Birt af
Þórir
kl.
22:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ohh hlakka til - mér seinkar aðeins, nenniru að pakka flugsokkunum!
98$! Hvur andskotinn ég sem ætlaði að fara að fjárfesta í dag.... jæja ég kaupi bara kaffiekrur í staðinn.
Gerðu í Risk áður en þú ferð!
Skrifa ummæli